Nú fer að líða undir sumarlok og skólaárið að hefjast hjá okkur í Auðarskóla. Eins og ljóst er orðið byrjun ekki með sama móti og venjulega. Með því erum við að bregðast við þeim tilmælum sem stjórnvöld hafa sett vegna Covid19. Skólasetning verður fyrir nemendur og foreldra í 1. bekkjar mánudaginn 24. ágúst (póstur hefur verið sendur á forráðamenn) en …
Ferðalag í Geitfjársetrið
Leikskólabörn af Tröllakletti og verðandi 1. bekkingar ásamt starfsfólki leikskólans fóru í ferðalag að Háafelli í Borgarfirði í Geitfjársetrið í gær, fimmtudaginn 20. ágúst. Veðrið var eins og best var á kosið og allir mjög spenntir að fá að fara í rútu. Geiturnar tóku vel á móti okkur eins og staðarhaldirinn hún Jóhanna. Geitur eru einstök dýr, miklir mannvinir og …
Auðarskóli í sumarfrí
Nú er allar deildir Auðarskóla komnar í sumarfrí og var síðasti skóladagur leikskólans föstudaginn 3. júlí. Skrifstofa Auðarskóla opnar aftur miðvikudaginn 5. ágúst, leikskólinn opnar mánudaginn 10. júlí kl. 10 og skólasetning verður mánudaginn 24. ágúst. Nánari tímasetning setningar verður auglýst síðar. Á heimasíðu skólans má finna skóladagatal næsta árs fyrir leik- og grunnskóla. Einnig er þar að finna ýmsar upplýsingar um …
Útskrift leikskólans júní 2020
Þriðjudaginn 2. júní 2020 útskrifuðust 8 börn úr leikskólanum. Athöfnin fór fram í Dalabúð. Við útskriftina var börnunum afhent útskriftarskjöl en einnig gáfu Stína og Jóhanna þeim blóm og gjöf frá leikskólanum. Haldin var ræða þeim til heiðurs þar sem stiklað var á stóru um leikskólagöngu þeirra og þeim færðar óskir um bjarta framtíð og farsældar á nýjum vettvangi. Myndasýning …
Vorferð miðstigs 2020
Miðvikudaginn 27. maí lá leið okkar á miðstiginu að Laugum í Sælingsdal og gerðum við okkur glaðan dag í lok skólaárs. Einn liður í vorverkum okkar er að útskrifa 7. bekkinn af miðstiginu og er það gert þannig að aðrir nemendur miðstigsins takast á við 7. bekkinn í ýmis konar leikjaformi. Á milli áskorana tókum við einn laufléttan ratleik um staðinn …
Skólaslit Auðarskóla 2020
Óvenjulegu skólaári í Auðarskóla er nú lokið og hafa skólaslit farið fram en þó með óhefðbundu sniði. Ég ætla ekki að fara mörgum orðum um það ástand sem hefur verið í samfélaginu og mestum hluta heimsins því það væri að bera í bakkafullann lækinn sem varð til þess að skólaslit voru með breyttu sniði. Skólaslit Auðarskóla fóru fram þriðjudaginn 2. …
Vorferð elsta stigs
Nemendur elsta stigs fóru í skólaferðalag mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. maí. Haldið var á Staðarfell þar sem Björgunarsveitin mætti með allskonar græjur. Þar fengu nemendur að prufa að síga, busla í sjónum í þurrgalla og fara hring á björgunarbátnum. Sveinn mætti líka með sinn bát svo fleiri gátu farið í einu. Eftir kaffi fóru nemendur í Murdermistery sem er …
Hjóladagur í leikskólanum
Á þriðjudaginn 19. maí var haldinn hjóladagur í leikskólanum. Félagar úr Slysavarnadeild Dalasýslu ásamt Níels lögreglumanni heimsóttu börn leikskólans. Allir fengu skoðunarmiða á hjólin sín og gengið var úr skugga um að allir væru með hjálmana meðferðis. Mikið var hjólað á afgirtu bílaplani og inni á leikskólalóðinni og var nýja hjólaþvottastöðin líka tekin í notkun. Þvottastöðin vakti mikla lukku og var hún …
Upplestrarhátíð Auðarskóla
Upplestrarhátíð er hluti af okkar starfi í Auðarskóla. Nemendur 7.b. tekur þátt í þessari hátíð á hverju ári. Við vinnum að því að lesa upphátt á fallegan og áheyrilegan hátt bókmenntatexta og ljóðatexta. Að mörgu er að hyggja eins og líkamsstöðu, tónhæð, tjáningu, tengingu við áheyrendur svo eitthvað sé nefnt. Innan skólans fer fram samkeppni um hverjir fara fyrir hönd …
Fjarkennsla í Auðarskóla
Eins og ykkur er kunnugt þá hefur ríkt samkomubann á Íslandi nú um nokkurt skeið. Þetta bann hefur raskað kennslu í grunn- og leikskólum á Íslandi og höfum við ekki farið varhluta af því. Auðarskóli hefur mætt þessum breytingum með fjarkennslu í gegnum Teams fyrst á unglingastigi og síðar á miðstigi. Ekki hefur þetta gengið alveg áfallalaust fyrir sig sérstaklega …