Nú er þriðja vikan í samkomubanni að klárast. Skólastarf Auðarskóla hefur tekið miklum breytingum á þessum tíma. Leikskólinn er nú opinn fyrir skilgreinda forgangshópa almannavarna og í grunnskólanum eru 1.-4. bekkur í tveimur hópum. Aðrir grunnskólanemendur eru komnir í heimakennslu. Það hefur gengið vel að virkja nemendur í heimakennslu og hafa kennarar sent upplýsingar heim og verið í samskiptum við …
Viltu komast í Heimsmetabók Guinness?
Lestrarverkefnið Tími til að lesa hófst í gær, 1. apríl. Verkefnið gengur út á að LESA. Allir Íslendingar, börn og fullorðnir, eru hvött til að skrá allan sinn LESTUR á vefsíðuna timitiladlesa.is. Þar er líka hægt að fylgjast með sameiginlegum lestri þjóðarinnar dag frá degi. Árangurinn er mældur í tíma og ef allir gefa sér góðan tíma í að LESA þá getum við …
Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi 2020
Föstudaginn 21. febrúar var Stærðfræðikeppnin haldin í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi. 106 keppendur voru skráði til leiks og átti Auðarskóli sex fulltrúa að þessu sinni. Tíu efstu einstaklingarnir í hverjum árgangi fengu boð á verðlauna- og viðurkenningaafhendingu sem halda átti laugardaginn 14. mars en vegna Covid-19 faraldursins var hún felld niður. Fjórir nemendur Auðarskóla fengu boð á verðlauna- og viðurkenningaathöfnina. …
Netskákmót fyrir grunnskólanemendur Vesturlands
Skáksamband Íslands í samvinnu við grunnskóla á Vesturlandi blása til netskákmóta fyrir grunnskólanemendur svæðisins. Mótin verða alla fimmtudaga og hefjast klukkan 16:30 og standa í klukkustund. Fyrsta mótið er nú á fimmtudaginn kemur 2. apríl kl. 16:30. Teflt verður á chess.com Mótin eru þannig að eftir hverja skák byrjar alltaf ný skák um leið, gegn nýjum andstæðingi. Einungis þarf að klikka …
Smá breyting á skóladagatali
Við viljum benda á smá breytingu á skóladagatali grunnskólans. Smiðjuhelgin sem átti að vera fyrir unglingadeild 29. – 30. mars hefur færst til 5. – 6. apríl. Uppfært skóladagatal er komið hérna inn á vefinn:www.audarskoli.is/skoacuteladagatal.html
Kennsla felld niður á miðstigi fram að páskum
Ákveðið hefur verið að fella niður alla kennslu á miðstigi (5.-7.bekk) fram að páskum hið minnsta, það var samþykkt á sveitarstjórnarfundi rétt í þessu. Við munum nú leggja meiri áherslu á fjarkennslu. Það verða sendar ítarlegri upplýsingar á foreldra í næstu viku. Hlöðver Ingi Gunnarsson Skólastjóri Auðarskóla
Enginn skólaakstur fram að páskum
Kæru foreldrar/forráðamenn Ákveðið hefur verið að fella niður allan skólaakstur fram að páskum. Foreldrar geta að sjálfsögðu ennþá komið með sín börn (1. – 7. bekk) í skólann. Kær kveðja Hlöðver Ingi Gunnarsson Skólastjóri Auðarskóla
Ný gjaldskrá Auðarskóla
Við vekjum athygli á því að um áramót tók í gildi ný gjaldskrá Auðarskóla. Hægt er að nálgast gjaldskrána inn á vef Dalabyggðar:http://dalir.is/Files/Skra_0079003.pdf