Skólastarfið hafið á ný eftir páska

Auðarskóli Fréttir

Þá er skólastarfið hafið eftir páska í Auðarskóla. Það er ekki fjölmennt hjá okkur þessa dagana en skólastarfið fer vel af stað. Við höfum gert smávægilegar breytingar en nú byrjar bæði leik- og grunnskólinn klukkan 8:00 og báðar deildir eru búnar klukkan 14:30, grunnskólinn á föstudögum klukkan 12:30. Við gerum ráð fyrir að þetta fyrirkomulag verði út 4. maí. Undirbúningur er hafinn af því hvernig skólastarf verður eftir 4. maí. Það eru líkur á því að skólinn verði með skipulagsdag 4. maí  eða 5. maí en við tilkynnum það betur síðar.