Núna í apríl prýða listaverk leikskólabarnanna bókasafnið okkar. Börnin máluðu myndir og einnig bjuggu þau til unga og egg úr pappamassa. Endilega kíkið á listaverkin.
Skólalóðin og við
Miðstigið var með lítil myndaverkefni á skólalóðinni í ágúst og september. Myndefnin voru margskonar og fóru nemendur um skólalóðina og umhverfi skólans. Unnið var í litlum hópum sem og hver hópur leysti verkefnin eftir sýnu höfði. Að myndatöku lokinni valdi hver hópur eina af myndum sínum og kynnti fyrir hópnum. Krakkarnir greiddu atkvæði um skemmtilegustu myndina. Í fyrra skiptið varð …
Skólastarf fer vel af stað í Auðarskóla
Skólastarf í Auðarskóla er farið af stað og gengur vel. Í sumar voru þó nokkuð miklar framkvæmdir hér í skólanum sem gengu að mestu leiti eftir áætlun. Kerfisloft var sett í eina stofu sem breytir hljóðvist í henni til miklilla muna eins voru lögð ný gólfefni á stofur í neðri álmu skólans þar sem yngsta stig hefur sínar stofur. Að …
Smiðjuhelgi
Nemendur elsta stigs tóku þátt í smiðjuhelgi dagana 5. – 6. október sem haldin var á Kleppjárnsreykjum. Nemendur völdu sér smiðju og í boði var: björgunarsveit förðun dans leiklist mótórhjóla/smávélaviðgerðir sundknattleikur sirkus Auk okkar nemanda tóku þátt nemendur frá Grunnskóla Borgarfjarðar, Reykhólaskóla og Laugagerðisskóla. Nemendur voru almennt ánægðir með þessa ferð.
Ný stjórn foreldrafélags Auðarskóla
Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla var haldinn þriðjudaginn 26. september 2017. Á fundinum voru hinir hefðbundnu liðir aðalfundar. Gert grein fyrir störfum síðasta starfsárs og ársreikningar lagðir fram. Skólastjóri kom og gerði grein fyrir störfum skólaráðs. Kosningar fóru fram og var sama fólk kjörið áfram í skólaráð og fræðslunefnd. Ný stjórn foreldrafélagsins var kjörin eftirfarandi:Formaður: Jón Egill JónssonGjaldkeri: Björt ÞorleifsdóttirRitari: Jónína Kristín GuðmundsdóttirMeðstjórnandi: Guðrún Esther …
Vorhátíð og skólaslit Auðarskóla – 30. maí 2017
Hin árlega vorhátíð grunnskóladeildar Auðarskóla verður haldin hátíðleg á þriðjudaginn 30. maí 2017.Dagskráin er frá 8:30 til 12:00 en þá tekur við grillveilsa foreldrafélagsins. Skólaslitin eru svo eins og venjulega klukkan 17:00 sama dag.Hafa ber í huga að hluti dagskrár er úti og því þarf að klæða sig eftir veðri. 08:30 – 09:50 Yngsta stig – „blautdagskrá„ …
Upplestrarhátíðin á Vesturlandi
Auðarskóli átti fulltrúa á Upplestrarhátíðinni á Vesturlandi sem fram fór 10. apríl síðast liðinn. Hér heima hafði áður farið fram undankeppni þar sem fulltrúar okkar voru valdir. Fulltrúar okkar voru þær Sólbjört Tinna og Helga Rún og varamaður Sigurvin Þórður. Keppnin fer þannig fram að keppendur lesa í þremur umferðum einn texta, og tvö ljóð. Að þessu sinni var textinn …






