Skólahreysti

admin Fréttir

Á þriðjudaginn 14. mars 2017 tók Auðarskóli þátt í Skólahreysti.  Í liðinu okkar voru þau Hilmar Jón og Lilian sem kepptu í hraðabrautinni, Jóna Margrét sem keppti í armbeygjum, Sigurdís Katla í hreystirgreip og Finnur sem keppti í dýfum og upphífingum.  Varamenn voru þau Sigurdís Katla og Árni Þór. Þau stóðu sig ákaflega vel og fóru nemendur af mið- og …

Umræðufundur fyrir foreldra grunnskólabarna

admin Fréttir

Á fimmtudaginn 8. Febrúar 2018, klukkan 20:00, stendur foreldrafélag Auðarskóla fyrir umræðufundi fyrir foreldra grunnskólabarna. Þetta er í þriðja skiptið sem foreldrafélagið stendur fyrir svona fundi og hefur fólk verið ánægt með fyrirkomulag þeirra.  Á fundinum er rætt um skipulag skólastarfsins, bæði um það sem vel er gert og einnig það sem hugsanlega mætti betur fara. Nauðsynlegt er að skrá …

Tæknimessa á Akranesi

admin Fréttir

Á fimmtudaginn 9. nóvember s.l. fóru nemendur á elsta stigi Auðarskóla í ferð á Akranes til að taka þátt í Tæknimessu sem haldin var í fjölbrautaskólanum þar.  Það var líf og fjör í fjölbrautaskólanum þann daginn en þetta var í annað skiptið sem Tæknimessan var haldin í skólanum.Um 650 ungmenni af elsta stigi grunnskólanna á Vesturlandi tóku þátt. Markmið með …

Fjölnota pokar – gjöf til leikskóla

admin Fréttir

Í samverustund foreldra og starfsfólks sem haldin var þriðjudaginn 12. september sl. fékk leikskólinn fjölnota poka að gjöf. Pokarnir eru ætlaðir óhreinum fötum sem sendir eru heim og koma svo til baka með nýjum fötum í aukafatakassana. Pokarnir eru eign leikskólans. Í einhverjum tilfellum þarf eflaust að þvo pokana áður en þeir eru fylltir af hreinum aukafötum. Pokana gáfu Svanhvít …

Þrívíddarprentari gefinn til minningar um Jóhannes Benediktsson

admin Fréttir

Á fimmtudaginn fékk Auðarskóli glæsilega gjöf til minningar um Jóhannes Benediktsson, en hann var um tíma formaður skólanefndar Grunnskólans í Búðardal og alla tíð umhugað um velferð hans. Skólinn fékk þrívíddarprentara og skanna en eins og segir á minningarskjalinu um Jóhannes:  ,,Með þessari gjölf vildum við gefa ungu fólki í Dölum tækifæti til að kynnast þessari nýju tækni sem trúlega …

Forseti Íslands í Auðarskóla

admin Fréttir

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reid, ásamt fylgdarliði, komu í opinbera heimsókn í Dalina 6. og 7. desember 2017.   Þau byrjuðu heimsóknina á hjúkrunarheimilinu Fellsenda um þrjúleitið miðvikudaginn 6. desember.  Þaðan fóru þau svo að Erpsstöðum þar sem þau fræddust um starfsemina þar og því næst kynntu þau sér ostagerðina í MS í Búðardal.  Að þessu …

Vortónleikar tónlistardeildar Auðarskóla

admin Fréttir

Á fimmtudaginn 11. maí n.k.  verða haldnir hinir árlegu vortónleikar tólistardeildar Auðarskóla. Tónleikarnir fara fram í Dalabúð klukkan 17:00. Nemendur koma fram og sýna listir sínar og viljum við vinsamlega benda áhorfendum á að sitja út tónleikana af virðingu við flytjendur.

Námsefniskynningar

admin Fréttir

Framundan eru námsefniskynningar með foreldrum í grunnskóladeildinni.  Á námsefniskynningum er farið yfir skipulag kennslu og það námsefni sem kenna á.  Einnig eru fundirnir hentugir fyrir foreldra að skipuleggja foreldrasamstarf vetrarins; kjósa tengla og fl.  Kynningarnar verða sem hér segir:           03. september     elsta stig      kl. 15.00 – 16.00          09. september    miðstig          kl. 15.00 – 16.00          10. september    yngsta stig   kl. …