Klukkan 10:20 verður kynning fyrir nemendur yngsta stigs, klukkan 10:45 verður kynning fyrir nemendur á miðstigi og klukkan 11:10 fyrir nemendur elsta stigs.
Gert er ráð fyrir að foreldrar grunnskólabarna mæti á skólasetninguna og kynningar þeirra stiga sem þeirra börn eru á.
Einnig minnum við á:
Eins og í fyrravetur mun Auðarskóli kaupa ritföng fyrir nemendur í 1. – 10. bekk skólaárið 2019-2020.
Með því er verið að bregðast við áskorun Velferðarvaktarinnar um að skólar greiði fyrir ritföng nemenda sem geymd eru í skólanum. Því verða ekki sendir út innkaupalistar fyrir þetta skólaár.
Skólinn mun kaupa penna, liti, stílabækur o.s.frv. fyrir nemendur.
Íþróttaföt og sundföt eru ekki inní þessu.
Það sem er undanskilið þessum innkaupum eru reiknivélar fyrir nemendur á elsta stigi.
Einnig viljum við minna á að ef ný börn eru að flytja í sveitarfélagið, sem munu ganga í Auðarskóla, þarf að láta skólann vita.