Brúðusýning í leikskólanum

admin

Leikskóla Auðarskóla veittist sú óvænta ánægja að fá brúðusýningu um Gilitrutt.  Brúðusýningin, sem var á vegum Brúðuheima í Borgarnesi, tók um 40 mínútur í fluttningi.  Börnin úr fyrsta og öðrum bekk komu úr grunnskólanum kom yfir í leikskólann til að njóta sýningarinnar.  Sýningin var stórkostlega vel heppnuð og eins og myndirnar sýna náði Bernt, sýningarstjórinn, að fanga athygli  barnanna allan tímann.  Og auðvitað heilsuðu aðalbrúðuleikarar sýningarinnar upp á börnin.

Smellið á myndirnar til að stækka þær.