Glæsilegur árangur 

admin Fréttir


Picture

Birta, Árni og Jóna á keppnisstað í Laugargerðisskóla.

Þann 19. mars fór fram lokakeppni samstarfsskóla Vesturlands í stóru upplestrarkeppninni.  Keppnin var að þessu sinni haldin í Laugargerðisskóla.

Keppendur Auðarskóla voru þau Árni Þór Haraldsson og Jóna Margrét Guðmundsdóttir og með þeim fór Birta Magnúsdóttir sem varamaður.  Sigríður Albertsdóttir umsjónarkennari þeirra og þjálfari fylgdi þeim til keppni.

Til að gera langa sögu stutta þá gerðu þau sér lítið fyrir og unnu keppnina; hrepptu 1. og 2. sætið.  Sigurvegari varð Jóna og Árni tók annað sætið.  Við óskum þeim til hamingju með glæsilegan árangur.