Hrekkjavaka í Dalabyggð

Auðarskóli Fréttir

Í Auðarskóla hafa nemendur á öllum stigum og leikskólanum unnið þemaverkefni í vikunni sem tengist hrekkjavökunni með einum eða öðrum hætti. Á morgun verður síðan hápunktur þeirrar vinnu og höfum við ákveðið að halda búningadag í öllum skólanum, leik- og grunnskóla.

Nemendur og starfsfólk eru hvött til að mæta í búningum á morgun. Fylgihlutir og vopn skulu samt sem áður vera geymd á meðan skólahald er.