Kaffihúsakvöld

admin Fréttir

Fimmtudaginn 27. nóvember verður hið árlega kaffihúsakvöld í Dalabúð. Húsið opnar kl. 19:00 en skemmtunin byrjar kl. 19:30.
Boðið verður upp á smákökur og heitt kakó. Nemendur úr 6.-10. bekk sýna bráðskemmtileg skemmtiatriði. Einnig verður happadrætti með glæsilegum vinningum.
Inn á kaffihúsakvöldið kostar 700 kr. og innifalinn er einn happadrættismiði. Frítt er fyrir nemendur skólans og börn undir skólaaldri.  Hægt er að kaupa fleiri happadrættismiða, hver miði kostar 100 kr.

Ágóði rennur til nemendafélagsins.