Leikskólinn er Vináttuleikskóli

admin

Leikskóli Auðarskóla er

nú formlega kominn af stað með

Vináttu

verkefnið.


Vinátta


er forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti ætlað leikskólum og fyrstu bekkjum grunnskóla.


Verkefnið á rætur að rekja til Danmerkur og ber þar heitið

Fri for mobberi

. Um er að ræða tösku sem inniheldur nemendaefni og kennsluleiðbeiningar fyrir starfsfólk auk efnis til að nota með foreldrum og starfsfólki. Gert er ráð fyrir fjölbreyttum vinnubrögðum svo sem hlustun, umræðum, tjáningu í leik, tónlist og hreyfingu úti sem inni.


Í töskunni er meðal annars samræðuspjöld, klípusögur, útileikjabók, söngvabók, geisladiskur o.fl.


Mikil ánægja er með verkefnið þar sem það er notað og rannsóknir í Danmörku hafa leitt í ljós mjög góðan árangur af notkun þess. Hægt er að flétta vinnu með


Fri for mobberi


inn í flesta vinnu og námssvið leikskólans þar sem.


Fri for mobberi


er nú þegar notað á Grænlandi og í Eistlandi auk Danmerkur. Jafnframt hafa fjölmörg önnur ríki sýnt því áhuga.

Bangsinn

Blær er bangsi

Vináttu.

Í morgun, fimmtudaginn 22. febrúar, var Blær kynntur og kemur hann frá Ástralíu. Honum er mjög umhugað um að börn séu góðir vinir og hjálpsöm hvert við annað. Blær hitti börnin þar sem að þau voru öll samankomin á Tröllakletti og kynnti sig fyrir þeim.  Þar áttu allir góða stund og fengu börn og starfsfólk að faðma og knúsa Blæ.

Eftir að börnin voru búin að kynnast Blæ þá var ákveðið að fara með Blæ á Silfurtún og leyfa íbúunum að hitta Blæ. Þegar að þangað var komið kom í ljós að fjórir pokar fullir af litlum Blæ böngsum höfðu „óvart“ endað á Silfurtúni. Bangsarnir fengu að koma með börnunum á leikskólann en þar fékk hvert barn einn bangsa sem mun fylgja þeim í leikskólanum þar til þau útskrifast. Bangsarnir eru gjöf frá Slysavarnadeild Dalasýslu og þakkar starfsfólk leikskólans kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf!