Barnabóknahöfundarnir Eva Rún Þorgeirsdóttir og Blær Guðmundsdóttir komu í heimsókn í Auðarskóla og ræddu við nemendur úr 3.-7. bekk um sögur, hvernig þær verða til, hvað þarf til að búa til góða sögu og að allir geti fengið góðar hugmyndir.
Eins kynntu þær sínar bækur og hvernig þær urðu til.
síðan fóru nemendur í hugarflug með höfundum og sköpuðu aðalpersónu sem heitir Georg Bobbi Neymarsson og er fótboltamaður. Hér að neðan má síðan lesa söguna sem varð til um persónuna.
Georg og draugurinn- eftir nemendur í Auðarskóla
Einu sinni var Georg að fljúga í loftbelg á leið til Englands. Hann átti að mæta á fótboltaæfingu en var orðinn allt of seinn. Hann ákvað að hringja í mömmu sína, því hann var bæði einmanna og stressaður. Þá sá hann allt í einu blöðru koma fljúgandi í áttina til hans og hún sprakk! Út úr blöðrunni stökk mús! Músin stökk yfir í loftbelginn og gerði gat á hann. Georg ákvað að fá sér tebolla til að róa sig niður. Síðan hringdi hann á hjálp en enginn svaraði. Allt í einu birtist blýantur úr loftinu. Georg greip blýantinn og skrifaði skilaboð á blað til að biðja um hjálp. Hann braut blaðið saman í skutlu og sendi hana af stað til aða reyna að fá hjálp. En loftbelgiurinn hrapaði og lenti á lestrateinum. Lest nálgaðist! Í lestinni var eitruð slanga sem sá Georg og ætlaði að ráðast að hann. Þá kom draugur fljúgandi og stöðvaði lestina. En þegar slangan sá drauginn, hoppaði hún út úr lestinni og var svo hrædd að hún át lestina. Georg og draugurinn urðu bestu vinir.
Allir geta fengið góðar hugmyndir og skapað skemmtilegar sögur, oft verða til frábærar sögur þegar maður hefur trú á sjálfum sér, er forvitinn og lætur ekkert stoppa sig í sköpuninni.
Öll sem hafa áhuga á að taka þátt í söguverkefni RÚV er bent á þennan hlekk fyrir frekari upplýsingar
https://www.ruv.is/um-ruv/sogur
Dagana 8. nóvember til 3. desember 2023 gefst börnum tækifæri á að senda inn leikrit, stuttmyndahandrit, lag og texta eða smásögu sem þau hafa skrifað og langar að koma á framfæri.