Með þakklæti fyrir gjafirnar

admin

Picture

Við í leikskólanum erum svo heppin að okkur hafa áskotnast góðar gjafir að undanförnu. Í haust var okkur gefið fullt af Barbídóti og fleiru sem kemur sér vel hjá okkur. Í október kom Haukur Atli með fullan poka af grímubúningum með sér og gaf leikskólanum. Dagný Sara kom einnig með gjöf til okkar, hún kom með fullt af garni og gaf okkur. Þessar gjafir nýtast okkur allar mjög vel og eykur fjölbreytni til leiks og sköpunar hér hjá okkur. Við þökkum þeim kærlega fyrir að hugsa svona fallega til okkar og leyfa okkur að njóta þessara góðu gjafa.


Starfsfólk og nemendur leikskólans