Mikið lesið á miðstigi

admin Fréttir

Á miðstigi er  lestrarátak í gangi sem kallast Lestrarátak Ævars vísindamanns. Þá fá nemendur lesmiða sem gildir fyrir þrjár bækur. Kennari eða foreldrar kvitta þegar búið er að fylla út miðann, honum er skilað inn til kennara og nemendur fá nýjan miða. Átakið er í gangi til 1. febrúar 2015, þá verða miðarnir sendir til Ævars og lenda þar í potti. Fimm vinningshafar verða dregnir út í lok átaksins.
Nemendur á miðstigi  í Auðarskóla hafa tekið hressilega við sér og lesa heilmikið þessa dagana.
Nánar má lesa um átakið og verðlaun sem eru í boði á http://www.visindamadur.com