Í sólarhring frá kl. 12:10 þann 20.2 til kl. 12:10 21.2 þreyttu nemendur elsta stigs námsvökuna. Námsvakan er fastur liður í fjáröflun stigsins fyrir Danmerkurferðinni sem farin verður í vor.
Nemendum var skipt í tvo hópa rauðan og bláan og skiptust hóparnir á að vera inní kennslustofu og læra annarsvegar og hinsvegar að vera í pásu eða hvíld. Mikil stemming og stuð var hjá þeim í nótt en það er farið að síga þreyta í mannskapinn núna þegar þessi frétt skrifuð.
Nemendafélagið heldur úti instagram síðu og settu þar inn færslur alla nóttina um gang mála. Endilega skellið í eitt follow á síðuna þeirra nemendafelag_auðarskola2425.
Námsvakan er áheita fjáröflun og nemendur söfnuðu áheitum frá vinum og vandamönnum, núþegar hafa safnast yfir 400.000kr á reikning þeirra og það mun sannarlega koma sér vel þegar haldið verður út fyrir landssteinananna í vor.