Nemendafélagið safnar fyrir Lúkas

admin Fréttir

Núna á skírdag var hin árlega félagsvist haldin í Tjarnarlundi á vegum nemendafélagsins. Félagsvistin var ágætlega sótt og spilað var á 13 borðum sem gera 52 manns. Nemendafélagið ákvað að allur ágóði kvöldsins rynni í söfnun sjúkraflutningamanna fyrir hjartahnoðtækinu „Lúkasi“. Föstudaginn 25. apríl komu tveir sjúkraflutningamenn og tóku við 50.000 kr. auk þess sem þeir sýndu unglingadeildinni brot af tækjabúnaði sínum. 

Nemendafélagið vill þakka öllum sem komu á félagsvist og páskabingó og studdu við bakið á okkur!