Nýtt hljóðkerfi í alrými

admin

Picture

Á dögunum kom nýtt hljóðkerfi í alrými skólans, sem jafnframt er félagsrými nemenda.  Kerfið verður notað á uppákomum á vegum skólans; t.d. tónleikum og skemmtunum.  Einnig nýtist kerfið í hléum eldri nemenda í skólanum til að hlusta á tónlist.  Kerfið kemur einnig til með að verða nýtt í félagsstarfi skólans, t.d. þegar haldin eru diskótek.

Á myndinni sjást tæknimenn nemendafélagsins við nýja hljóðkerfið.