Öskudagur nálgast

admin

Foreldrafélag Auðarskóla stendur fyrir öskudagsskemmtun í Dalabúð, miðvikudaginn 10. febrúar, öskudag, klukkan 16:00. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni, veitt verðlaun fyrir flottasta búninginn, frumlegasta búninginn og þann sem heldur sér best í karakter, og eitthvað fleira skemmtilegt.


Allir velkomnir

Kveðja

Stjórn foreldrafélagsins