Nk. þriðjudag 7. febrúar er skipulagsdagur í grunnskóla Auðarskóla. Daginn eftir, miðvikudaginn 8. febrúar, fara fram foreldrasamtöl bæði í leik- og grunnskóla. Tölvupóstur með nánari tímasetningu verður sendur til foreldra þriðjudaginn 31. janúar.
Vetrarfrí grunnskólans 6. febrúar
Vetrarfrí grunnskólans verður nk. mánudag 6. febrúar.
Skólapúlskannanir í febrúar
Í febrúar verður lögð fyrir Skólapúls skoðanakönnun fyrir nemendur í 6. til 10. bekkja og fyrir foreldra leik- og grunnskóla. Alls verða því sendar út þrjár kannanir. Foreldrar hafa nú þegar fengið tölvupóst frá skólanum um komandi könnun. Þátttökukóði verður sendur í tölvupósti til foreldra í byrjun febrúar. Er það von okkar að svörun verði góð svo að niðurstöður verði …
Hópmyndataka eftir litlu-jólin
Litlu-jól grunnskólans fóru fram í dag, föstudaginn 6. janúar. Smellt var í eina hópmyndatöku eftir dans og söng í kringum jólatréð. Skemmtu nemendur og starfsmenn sér vel, farið var í leiki, skipst á jólagjöfum, dansað og sungið í kringum jólatréið og snæddur hátíðarmatur. Takk fyrir litlu-jólin!
Nýársball elsta stigs í Dalabúð
Nýársball verður haldið í Dalabúð fimmtudaginn 5. janúar kl. 19.30 – 22.30. Ballið er á vegum nemendafélags Auðarskóla og er ætlað öllum elsta stigs nemendum. Nemendum eftirfarandi skóla hefur verið boðið: Grunnskóla Borgarfjarðar, Grunnskóla Borgarness, Reykhólaskóla, Laugagerðisskóla, Grunnskóla Hólmavíkur, Grunnskóla Stykkishólms og Grunnskóla Drangsness. Miðaverð er 1500 kr. Sjoppa verður á staðnum. DJ Elvar kemur fram á ballinu. Þema nýársballs …
Litlu-jól grunnskólans 6. janúar
Litlu-jól grunnskólans verða haldin föstudaginn 6. janúar. Nemendur mæta í skólann kl. 8.30 og hefst þá dagskrá litlu-jóla. Hátíðar-matur verður snæddur um kl. 11.30 og lýkur um kl. 12.20. Skólabílar aka heim kl. 12.30.
Skipulagsdagur í Auðarskóla 2. janúar 2023
Þann 2. janúar 2023 verður skipulagsdagur í öllum Auðarskóla. Skóli hefst skv. stundatöflum og hefðbundnum opnunartíma leikskólans þriðjudaginn 3. janúar 2023.
Skólaaktur fellur niður 20. des
Skólaakstur fellur niður þriðjudaginn 20. desember vegna veðurs og ófærðar. Tölvupóstur var sendur á alla foreldra bæði leik- og grunnskólans.
Litlu-jólum grunnskólans frestað fram yfir áramót
Litlu-jólum grunnskólans verður frestað fram yfir áramót og verða haldin í fyrstu viku í janúar 2023. Líklegar dagsetningar eru annað hvort 4. eða 5. janúar. Venjan er að klæðast sparifötum á litlu-jólunum og gerir það stundina hátíðlega. Í hádeginu verður snæddur hátíðarmatur; Hangikjöt og tilheyrandi meðlæti ásamt ís í eftirrétt.