Hundraðdagahátíð!
Skrifaðar voru tölurnar frá 1 – 100 og hundrað algengustu orðin í íslensku. Að vinnu lokinni var haldin hátíð þar sem boðið var upp á pizzu og djús. Deginum lauk svo með frjálsum leik. Umsjónarkennarar á yngsta stigi. Föstudaginn 31. janúar hélt yngsta stigið hundraðdagahátíð.
Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi 2020
Föstudaginn 21. febrúar var Stærðfræðikeppnin haldin í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi. 106 keppendur voru skráði til leiks og átti Auðarskóli sex fulltrúa að þessu sinni. Tíu efstu einstaklingarnir í hverjum árgangi fengu boð á verðlauna- og viðurkenningaafhendingu sem halda átti laugardaginn 14. mars en vegna Covid-19 faraldursins var hún felld niður. Fjórir nemendur Auðarskóla fengu boð á verðlauna- og viðurkenningaathöfnina. …
Viltu komast í Heimsmetabók Guinness?
Lestrarverkefnið Tími til að lesa hófst í gær, 1. apríl. Verkefnið gengur út á að LESA. Allir Íslendingar, börn og fullorðnir, eru hvött til að skrá allan sinn LESTUR á vefsíðuna timitiladlesa.is. Þar er líka hægt að fylgjast með sameiginlegum lestri þjóðarinnar dag frá degi. Árangurinn er mældur í tíma og ef allir gefa sér góðan tíma í að LESA …
Skólabílar og leikskóli
Allur skólaakstur Auðarskóla fellur niður á morgun, þriðjudaginn 14. janúar 2020 vegna veðurs. Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun hér á svæðinu í nótt og í fyrramálið og því höfum við ákveðið að skólabílar aki ekki á morgun, eins geta foreldrar barna í Búðardal ákveðið að hafa börn sín heima ef veður er slæmt og færð eftir því. Það …
Starfsáætlun Auðarskóla á heimasíðu
Starfsáætlun Auðarskóla fyrir starfsárið 2019-2020 er komin hér inn á vefsíðu skólans undir „útgáfa“. http://www.audarskoli.is/uacutetgaacutefa.html
Skólaakstur fellur niður
Á morgun, miðvikudaginn 8. janúar 2020, mun allur skólaakstur í Auðarskóla falla niður.
Netskákmót fyrir grunnskólanemendur Vesturlands
Skáksamband Íslands í samvinnu við grunnskóla á Vesturlandi blása til netskákmóta fyrir grunnskólanemendur svæðisins. Mótin verða alla fimmtudaga og hefjast klukkan 16:30 og standa í klukkustund. Fyrsta mótið er nú á fimmtudaginn kemur 2. apríl kl. 16:30. Teflt verður á chess.comMótin eru þannig að eftir hverja skák byrjar alltaf ný skák um leið, gegn nýjum andstæðingi. Einungis þarf að klikka á …
Auðarskóli yfir hátíðirnar
Í dag, 20. desember eru litlu jólin í grunnskóladeild Auðarskóla. Þetta er jafnframt síðasti kennsludagur fyrir jólafrí og síðasti dagurinn sem skólabílarnir keyra fyrir frí. Kennsla hefst aftur föstudaginn 3. janúar og þá hefst skólaakstur aftur. Leikskólinn er opin alla virka daga í fríinu en eins og áður hefur verið er hann samt lokaður á aðfangadag og gamlársdag. Við óskum …