Skólabílar og leikskóli

admin

Allur skólaakstur Auðarskóla fellur niður á morgun, þriðjudaginn 14. janúar 2020 vegna veðurs. Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun hér á svæðinu í nótt og í fyrramálið og því höfum við ákveðið að skólabílar aki ekki á morgun, eins geta foreldrar barna í Búðardal ákveðið að hafa börn sín heima ef veður er slæmt og færð eftir því. Það …

Skólaakstur fellur niður

admin

Á morgun, miðvikudaginn 8. janúar 2020, mun allur skólaakstur í Auðarskóla falla niður.

Netskákmót fyrir grunnskólanemendur Vesturlands

admin Fréttir

​Skáksamband Íslands í samvinnu við grunnskóla á Vesturlandi blása til netskákmóta fyrir grunnskólanemendur svæðisins. Mótin verða alla fimmtudaga og hefjast klukkan 16:30 og standa í klukkustund. Fyrsta mótið er nú á fimmtudaginn kemur 2. apríl kl. 16:30. Teflt verður á chess.comMótin eru þannig að eftir hverja skák byrjar alltaf ný skák um leið, gegn nýjum andstæðingi. Einungis þarf að klikka á …

Auðarskóli yfir hátíðirnar

admin

Í dag, 20. desember eru litlu jólin í grunnskóladeild Auðarskóla.  Þetta er jafnframt síðasti kennsludagur fyrir jólafrí og síðasti dagurinn sem skólabílarnir keyra fyrir frí. Kennsla hefst aftur föstudaginn 3. janúar og þá hefst skólaakstur aftur. Leikskólinn er opin alla virka daga í fríinu en eins og áður hefur verið er hann samt lokaður á aðfangadag og gamlársdag. Við óskum …

Rithöfundar í heimsókn í Auðarskóla

admin

Sigrún Elíasdóttir rithöfundur kom í heimsókn í Auðarskóla síðast liðinn mánudag og las fyrir nemendur 3.-7.bekkjar úr nýrri bók sinni „Leitin að vorinu“ sem er sú fyrsta í þríleik. Bókin er fantasía sem fjallar um tvær ólíklegar hetjur sem leita að svarinu við því hvers vegna vorið kemur ekki í Norðurheimi. Á leið þeirra verða að sjálfsögðu skrímsli og forynjur …

Umsókn um tónlistarnám

admin

Það hafa komið spurningar um hvar eyðublaðið fyrir tónlistarskólann er. Hér er linkur: http://www.audarskoli.is/siacutemargjaldskraacutereyethubloumleth.html Lengst til hægri á þessari síðu er þetta eyðublað það þriðja talið ofan frá.

Starfsáætlun Auðarskóla á heimasíðu

admin

Starfsáætlun Auðarskóla fyrir starfsárið 2019-2020 er komin hér inn á vefsíðu skólans undir „útgáfa“. http://www.audarskoli.is/uacutetgaacutefa.html

Skólahaldi aflýst miðvikudaginn 11. desember

admin

Allt skólahald í Auðarskóla grunnskóla-, tónlistarskóla- og leikskóladeild fellur niður miðvikudaginn 11. desember vegna veðurs.​ Hlöðver Ingi skólastjóri Auðarskóla

Skólahald fellur niður í öllum deildum Auðarskóla

admin

Nú hefur verið ákveðið að öll starfsemi Auðarskóla falli niður á morgun, bæði leik- og grunnskóli. Skólinn verður því lokaður á morgun 10. desember. Þessi ákvörðun er tekin með bæði hagsmuni nemenda og starfsmanna að leiðarljósi. Það kemur síðan í ljós á morgun hvað verður ákveðið varðandi miðvikudaginn en eins og staðan er núna er líklegast að skóli falli líka …