Morgunverður í Auðarskóla

admin

Tvær tegundir af súrmjólk, fimm tegundir af morgunkorni, rúsínur og fjórar tegundir af ávöxtum/grænmeti.

Auðarskóli á Fésbók

admin Fréttir

Í ágúst var tekin sú ákvörðun í skólanum að prufa að nota Fésbók  meira til að veita fréttum úr skólastarfinu.   Farin var sú leið að stofna lokaða fésbókarhópa þar sem aðeins væru foreldrar, starfsmenn og eftir atvikum nemendur.  Efsta stig og leikskólinn riðu á vaðið og byrjuðu að prufa sig áfram.  Nú hafa mið- og yngsta stig bæst við.   Þátttaka …

Námsefniskynningar

admin

Framundan eru námsefniskynningar með foreldrum í grunnskóladeildinni.  Á námsefniskynningum er farið yfir skipulag kennslu og það námsefni sem kenna á.  Einnig eru fundirnir hentugir fyrir foreldra að skipuleggja foreldrasamstarf vetrarins; kjósa tengla og fl. Kynningarnar verða sem hér segir: 03. september elsta stig kl. 15.00 – 16.00 09. september miðstig kl. 15.00 – 16.00 10. september yngsta stig kl. 14.00 …

Útivistardagur

admin

Í dag var útivistardagur í grunnskóladeildinni.  Þá færist kennslan meira út.  Hér á myndinni má sjá tíma úr heimilisfræði.

Breytingar á starfsemi leikskólans

admin

Framundan eru allnokkrar breytingar í leikskólanum.  Frá og með 1. október eykst þjónusta skólans þegar hann tekur inn börn frá 12 mánaða aldri.  Þetta er viðamikil  breyting sem kostar talsverðan undirbúning.   Ljóst er að breytingin mun hafa áhrif á allt innra starf leikskólans.   Ítarlegri upplýsingar er að finna í hjálögðu foreldrabréfi. Slóð hér. Skólastjóri

Skólasetning 2015

admin

Föstudaginn 21. ágúst næstkomandi mæta nemendur með foreldrum sínum sem hér segir: Kl. 09.50    Yngsta stig (nemendur fæddir 2009, 2008, 2007, og 2006) Kl. 10.10    Miðstig (nemendur fæddir 2005, 2004 og 2003) Kl. 10.30    Elsta stig (nemendur fæddir 2002, 2001 og 2000) Tekið er á móti nemendum og foreldrum á hverju stigi fyrir sig.  Eftir samveru stigsins  ganga umsjónarhópar til …

Kaffihúsakvöld

admin Fréttir

Fimmtudaginn 27. nóvember verður hið árlega kaffihúsakvöld í Dalabúð. Húsið opnar kl. 19:00 en skemmtunin byrjar kl. 19:30. Boðið verður upp á smákökur og heitt kakó. Nemendur úr 6.-10. bekk sýna bráðskemmtileg skemmtiatriði. Einnig verður happadrætti með glæsilegum vinningum. Inn á kaffihúsakvöldið kostar 700 kr. og innifalinn er einn happadrættismiði. Frítt er fyrir nemendur skólans og börn undir skólaaldri.  Hægt …

Boðað verkefall tónlistarkennara

admin Fréttir

Félag tónlistarkennara hefur boðað verkefall þann 22. október næstkomandi hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.  Ef til verkfalls kemur fellur öll tónlistarkennsla niður á vegum tónlistardeild Auðarskóla.  Umsjón með söngsveitum og hljómsveitum fellur einnig niður. Skólastjóri

Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla

admin Fréttir

Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla verður haldinn í grunnskólanum þriðjudaginn 15. september kl. 20:00 Dagskrá: Kosning fundarstjóra og fundarritara Fráfarandi stjórn gerir grein fyrir starfi síðasta starfsárs og fjárhagslegri stöðu félagsins Fulltrúar í skólaráði gera grein fyrir starfi síðasta starfsárs Lagabreytingar Kosningar. Stjórnarkjör, og kosning fulltrúa í fræðslunefnd og skólaráð ef þörf er á. Önnur mál Foreldrafélag Auðarskóla er sameiginlegt foreldrafélag fyrir …

Skólaferðalög vorið 2014

admin Fréttir

Skólaferðlög Auðarskóla verða farin dagana 26. og 27. maí. Yngsta stigið fer á Reykhóla, miðstigið fer í Borgarfjörðinn og efsta stigið ætlar í Skagafjörðinn.  Dagskrár fyrir ferðalögin liggja nú fyrir.  Sjá hér.