Dagur leikskólans er næstkomandi föstudag þann 6. febrúar. Þá verður opið í leikskólanum frá kl. 09.00 -10.00 fyrir foreldra og aðra gesti til að líta á börnin og starfssemina. Klukkan 9.00 er t.d. söngstund með börnunum í salnum, sem gaman getur verið að fylgjast með. Kaffi á könnunni. Allir hjartanlega velkomnir
Tölvuver skólans uppfært
Undanfarin þrjú ár hefur verið keyrður svo kallaður „multipower server í tölvuverinu“. Það þýðir að ein öflug tölva stýrir mörgum skjám og lyklaborðum. Í raun hefur undanfarið aðeins verið ein ofurtölva í verinu með 15 skjám, lyklaborðum og músum. Því er ekki að leyna að þetta kerfi hefur verið viðkvæmt og þungt í keyrslu og of oft haft hamlandi áhrif …
Af leikskólamálum
Inntaka 12 mánaða barna á leikskólann hófst í byrjun október og hefur gengið vel. Framkvæmdir á leikskólalóðinni vegna þessa eru komnar á góðan rekspöl en þeim er ekki lokið. Þá eru ýmsar breytingar á skipulagi innra starfsins að taka á sig mynd í kjölfar þessara breytinga. Búðast má við að það taki leikskólann nokkra mánuði í viðbót að aðlaga starfsemi …
Netnotkun barna og unglinga
Fyrirlestur verður í Dalabúð um netnotkun barna og unglinga þriðjudaginn 29. október kl 20:00 Guðberg K. Jónsson verkefnastjóri hjá SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) mun flytja erindið ‘Internetið: Jákvæð og örugg notkun barna og unglinga’. Internetið er frábær upplýsingaveita og tæki til samskipta en þar felast einnig ýmsar hættur sem mikilvægt er fyrir foreldra að þekkja og gera sér grein …
Breytt félagslíf í Auðarskóla
Þær breytingar urðu nú í vor að til starfa í Dalabyggð tók íþrótta- og tómstundafulltrúi. Við þau tímamót færist allt félagslíf sem tengist starfi félagsmiðstöðva af skólanum yfir á hið nýja embætti. Um er að ræða allt sem viðkemur Samfés og opnu húsi á miðvikudagskvöldum.Auðarskóli verður engu að síður með félagslíf, en með breyttu sniði. Í vetur verður farið af …
Ljósmyndavalið
Í ljósmyndavali kynnast nemendur eigin myndavélum og fá tækifæri til að læra á og nota DSLR vél skólans. Þá verður áhersla lögð á að skilja undirstöðu ljósmælingar þar sem unnið er með hraða, ljósop og ISO. Einnig verður farið í myndbyggingu, mismunandi nálgun á viðfangsefnum, myndvinnslu o.fl. Unnið verður með þemu þar sem nemendur þurfa að leysa ýmis verkefni og …
Auðarskóli á Fésbók
Í ágúst var tekin sú ákvörðun í skólanum að prufa að nota Fésbók meira til að veita fréttum úr skólastarfinu. Farin var sú leið að stofna lokaða fésbókarhópa þar sem aðeins væru foreldrar, starfsmenn og eftir atvikum nemendur. Efsta stig og leikskólinn riðu á vaðið og byrjuðu að prufa sig áfram. Nú hafa mið- og yngsta stig bæst við. Þátttaka …
Myndir frá sumarhátíð leikskólans
Nú eru komnar 60 myndir frá skemmtilegri og velheppnaðri sumarhátíð leikskólans. Myndirnar eru inni á myndasvæði skólans. Hér.
Hátíð fer að höndum ein
Hátíð fer að höndum ein hana vér allir prýðum lýðurinn tendri ljósin hrein líður að tíðum líður að helgum tíðum
Breytingar á jóladagskránni
Veður og færð hefur spilað nokkuð stórt hlutverk í skólahaldi desembermánaðar. Sökum þess verður eftirfarandi röskun á jóladagskránni: Vegna veðurs verða litlu jólin í leikskólanum fimmtudaginn 18. desember og hefjast kl. 15.30. Jólatónleikum tónlistardeildarinnar sem vera áttu þann 18. des er aflýst. Ekki hefur reynst nægur tími til að undirbúa nemendur. Skólastjóri