Framundan eru foreldrafundir/námsgagnakynningar í skólanum. Þær verða sem hér segir: Yngsta stig miðvikudaginn 4. september kl. 14.00 Miðstig þriðjudaginn 10.september kl. 10.10 Efsta stig miðvikudaginn 11.september kl. 17.00 Leikskólinn þriðjudaginn 10. september kl. 17.45 Skólastjóri
Vel þegið
Nú erum við að leggja gamla vídeótækinu okkar og sjónvarpinu. Ætlum að nota DVD diska í stað VHS; já tími til kominn segja eflaust sumir. Við eigum nokkurt safn VHS spóla með barnaefni en eiginlega ekkert DVD efni. Því þiggjum við í Auðarskóla með þökkum talsett barnaefni á DVD diskum sem fólk er hætt að nota og fyrir liggur jafnvel …
Skráning í tónlistardeild Auðarskóla
Næstu daga geta foreldrar skráð börn sín í tónlistardeild Auðarskóla. Áætlað er að kennsla í deildinni hefjist fimmtudaginn 29.ágúst. Kennarar við deildina eru þeir Ólafur Einar Rúnarsson og Jan Michalski. Verklagsreglur tónlistardeildar er að finna hér . Gjaldskrá tónlistardeildar er að finna hér . Umsóknarblað fyrir tónlistarnám er hægt að nálgast hér fyrir neðan, hjá umsjónarkennurum í skólanum og í …
Skólasetning í Auðarskóla
Miðvikudaginn 21. ágúst næstkomandi mæta nemendur með foreldrum sínum sem hér segir: Kl. 09.50 Yngsta stig (nemendur fæddir 2004, 2005, 2006 og 2007) Kl. 10.10 Miðstig (nemendur fæddir 2001, 2002 og 2003) Kl. 10.30 Elsta stig (nemendur fæddir 2000, 1999 og 1998) Tekið er á móti nemendum og foreldrum á hverju stigi fyrir sig. Eftir samveru stigsins ganga umsjónarhópar til …
Skólaárið er hafið !
Í dag 1. ágúst hófst nýtt skólaár í í Auðarskóla. Starfsfólk leikskólans mætti til starfa í morgun og hóf undirbúning. Fyrstu börnin mættu svo kl. 10.00. Skrifstofa grunnskólans hefur einnig opnað.
Myndir leikskólans frá vori 2013
Nú hafa verið settar inn á myndasvæði Auðarskóla 45 myndir frá leikskólanum. Um er að ræða myndir sem teknar hafa verið í maí og júní. Þær eru m.a. frá útskrift, kaffihúsaferð, fjöruferð, sumarferðalagi og fl.
Innkaupalistar 2013-2014
Innkaupalistar eru nú tilbúnir fyrir næsta skólaár. Þess ber þó að geta að þeir gætu breyst í haust fyrir skólabyrjun. Innkaupalisti 1. – 4. bekkur Innkaupalisti 5. – 7. bekkur Innkaupalisti 8. – 10. bekkur Deildarstjóri
Myndir frá vorhátíð
Nú er búið að setja inn á myndavæði Auðarskóla 30 myndir frá vorhátíð grunnskóladeildar, sem fór fram 3. júní. Myndirnar má skoða hér. Smella.
Kynningarfundir
Í dag verða kynningarfundir fyrir foreldra á breyttu fyrirkomulagi umsjónarhópa, sem áætlað er að taka upp næsta skólaár. Fundirnir verða þrír; einn á hverju stigi. Yngsta stig kl. 17.00 Miðgstig kl. 18.00 Efsta stig kl. 19.00 Foreldrar sem eiga börn á fleiri en einu stigi þurfa ekki að mæta nema á einn fund því að kynningarnar eru nánast eins.
Skólaslit Auðarskóla
Skólaslit Auðarskóla verða þriðjudaginn 4. júní kl. 17.00 í Dalabúð. Athöfnin tekur tæpa klukkustund. Allir nemendur og foreldrar eru velkomnir