Forritun í Auðarskóla

admin

PictureÍ Auðarskóla er kennd forritun í unglingdeild og er um nýung að ræða, sem farið hefur vel af stað.Á fimmtudaginn var tóku nemendur þátt í átakinu Hour of Code.  Hér er um alþjóðlegt verkefni að ræða þar sem þátttakendur eru komnir yfir 10 milljónir á heimsvísu. Nemendur leystu 20 æfingar undir handleiðslu Mark Zuckerberg, Bill Gates og fleiri stórmenna úr heimi upplýsingatækninnar.Forritun sem slík er til margra hluta nytsamleg en hún  þjálfar tengingar hlutbundinnar hugsunar við óhlutbundna, þjálfar þrautalausnir og rökhugsun.  Og svo er hún skemmtileg.  Kennari er Kristján Meldal.