Kaffihúsakvöldið

admin

PictureFimmtudaginn 5. des. verður Kaffihúsakvöld Auðarskóla.Húsið opnar kl. 19:00 en skemmtunin byrjar kl. 19:30 í Dalabúð. Boðið verður upp  á kakó og smákökur. Það verða skemmtiatriði sem eru samin og flutt af krökkum í 6.-10. bekk skólans. Einnig verður happdrætti með glæsilegum vinningum.


Það kostar 600 kr. inn og einn happdrættismiði fylgir. Frítt er fyrir nemendur skólans og krakka undir skólaaldri. Einnig er hægt að kaupa fleiri happdrættismiða og kostar þá einn miði 100 kr.
10% af ágóða af Kaffihúsakvöldinu rennur til UNICEF.
Tekið verður við pöntunum á dagatali Auðarsóla 2014, eins og í fyrra.

Kveðja, nemendur Auðarskóla