Heimsókn í Vegagerð og dansinn

admin

Í gær, mánudaginn 3.des, fór yngri hópur Álfadeildar í göngutúr í stað formlegrar hreyfistundar. Jólaljósin voru skoðuð, sumsstaðar talin, farið yfir umferðarreglur og síðan var rölt út í Vegagerð. Starfsmennirnir þar voru svo almennilegir að leyfa okkur að kíkja innfyrir og meira að segja fengu allir að prófa að fara upp í veghefilinn. Ótrúlega spennandi! Af danstímum er allt gott …

Brúðuleikhús

admin

Þriðjudaginn 4. desember verða Brúðuheimar með sýninguna „Pönnukakan hennar Grýlu“ sem áður hafði verið frestað vegna veðurs.  Sýningin, sem ætluð er 1. – 4. bekk og elstu börnum  á leikskóla, er í Dalabúð og hefst kl. 14.00. Sýningunni lýkur fyrir heimakstur nemenda. Foreldrar eru velkomnir á sýninguna.

Frestun !

admin

Vegna veðurs er frestað sýningu brúðuleikhúsins, sem vera átti í dag.

Dagskrá á vegum foreldrafélagsins

admin

Nú í vikunni stendur Foreldrafélag Auðarskóla  fyrir tveimur viðburðum fyrir nemendur skólans. Miðvikudaginn 21. nóvember verða Brúðuheimar með sýninguna „Pönnukakan hennar Grýlu“.  Sýningin, sem ætluð er 1. – 4. bekk og elstu börnum á leikskóla, er í Dalabúð og hefst kl. 14.00. Sýningunni lýkur fyrir heimakstur nemenda. Foreldrar eru velkomnir á sýninguna. Fimmtudaginn 22. nóvember stendur foreldrafélagið fyrir rútuferð í …

Dagur íslenskrar tungu í Auðarskóla

admin

Á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, hefur skapast sú hefð að nemendur 7.bekkjar grunnskóladeildar koma í heimsókn í leikskólann og lesa fyrir börnin. Í þetta sinn var 7.bekkingum skipt upp og tóku þeir að sér að lesa upp úr velvöldum sögum fyrir hvern aldurshóp, einn til tveir f. hvern hóp, alls 6 hópar. Nemendur komu vel æfðir til leiks og …

Krabba-heimsókn í leikskólann

admin

Sjómaður einn kom færandi hendi til okkar í leikskólann í morgun með krabba tvo. Vöktu þeir mikinn fögnuð, sérstaklega meðan krabbarnir dönsuðu tangó á stéttinni. Það tók suma lengri tíma en aðra að þora að kíkja á þá á stuttu færi en hafðist þó. Takk fyrir skemmtilega sendingu!

Endurbætt smíðastofa

admin

Úr endurbættri smíðastofu – aðstaða fyrir málmsmíði í baksýn. Úr nýju afstúkuðu tækjarými – nýjar vélar Endurnýjun smíðastofu er gott sem er lokið.  Kennsla hófst aftur í smíðastofunni um miðjan október. Í raun hefur öll aðstaða og öryggi nemenda og kennara nú batnað til muna með breytingunum.  Salerni og sérstök aðstaða kennara hefur verið fjarlægð.  Komin er aðstaða til málmsmíði …

Enginn skólaakstur í dag

admin

Vegna veðurs er ekki skólaakstur í Auðarskóla í dag.  Leik-, og grunnskóli eru opnir og munu halda uppi þjónustu eins og kostur er.

Athugið tilkynning

admin

Heimakstri barna með skólabílum verður flýtt á öllum leiðum skólans í dag. Heimakstur verður kl.13.00 frá skólanum.  Skólahald verður áfram til 15.10 fyrir börn úr þorpinu.

Formlegt samstarf við Silfurtún

admin

Auðarskóli og Silfurtún eru sammála um að samvera barna og eldri borgara sé eftirsóknarvert, gefandi og þroskandi fyrir báða aðila. Í ljósi þess hafa stofnanirnar ákveðið að taka upp aukið og skipulagt samstarf. Eftirfarandi vörður eru hugsaðar sem grundvöllur samstarfsins: Leikskóli: Álfadeild eldri nemendur) koma mánaðarlega í heimsókn í Silfurtún og syngja fyrir heimilisfólk. Miðað er við að heimsóknir fari …