Vasaljósadagurinn-Dagur leikskólans

admin

Picture

Vasaljósadagurinn er í dag og byrjar vel. Einnig höldum við upp á dag leikskólans. Við byrjuðum daginn á því að fara í göngutúr í trjálundinn með vasaljósin okkar og prófuðum að leika okkur með ljósin. Áfram verður svo haldið með myndavarpa og skuggamyndir. Allir eru kátir yfir ljósleysi morgunsins og vakti kátínu að þurfa að klæða sig í útifötin í rökkrinu. „Hvar eru skórnir mínir“ var t.d. algeng spurning í morgun. Kveðja úr leikskólanum.