Úti-diskó og skátar í heimsókn

admin

Í dag var heldur betur fjör í leikskólanum. Í útivistinni í morgun var haldið úti-diskótek við mikinn fögnuð allra. Mikið hamast og dansað í pollagöllum!Eftir hádegið komu svo nokkrar skátastúlkur í heimsókn til okkar að gera góðverk. Þær skiptu sér á deildirnar og höfðu ofan af fyrir börnunum eins og skátum er lagið. Nokkrar brugðu sér út til að arfahreinsa beð fyrir utan skólann í lok dags. Við þökkum kærlega fyrir okkur og fallegu góðverkin:-)