Miðvikudaginn 24. október verður tónfundur yngri nemenda (1. – 6. bekkir) við tónlistarskólann. Fundurinn hefst kl. 14.30 og munu nemendur þá koma fram og spila fyrir hvern annan og gesti. Foreldrar og aðstandendur velkomnir. Fundurinn verður í tónlistarskólanum. Þann 30. október verður svo tónfundur fyrir 7. – 10. bekki einnig kl. 14.30 og með sama sniði.
Frá tónlistardeildinni
Frá því að Auðarskóli tók til starfa haustið 2009 hefur nám í tónlistardeildinni verið að þróast. Nokkrar breytingar hafa verið á samsettningu námsins og kennslu. Sem dæmi um slíkt má nefna að í dag er nám í tónfræði eitthvað sem allir nemendur stunda nú, en tónfærði var nánast ekki kennd árið 2009. Nemendur deildarinnar koma nú fram fyrir aðra helmingi …
Álfadeild á Silfurtún
Börnin á Álfadeild fóru út á Silfurtún í dag til að syngja fyrir heimilisfólkið. Það var mjög gaman og er ætlunin að fara þangað einu sinni í mánuði. Móttökurnar voru góðar en börnin voru pínu feimin. Sum þeirra þorðu samt sem áður að kynna sig fyrir fólkinu; sögðu frá því hvað þau heita, hvar þau eiga heima og hverjir foreldrar …
Bangsadeild í hreyfistund
Börnin á Bangsadeild eru dugleg að leika sér úti og eru þau hraust og spræk. Um daginn fengu þau að leika sér í grasinu og þúfunum fyrir ofan íþróttavöllinn niðrí dal. Þau veltu sér fram og til baka og fannst það mjög skemmtilegt. Síðan var ferð haldið áfram og stillt upp fyrir hópmyndatöku.
Starfsdagur
Ágætu foreldrar Mánudaginn 8. október verður starfsdagur í Auðarskóla samkvæmt skóladagatali. Starfsfólk leik- og grunnskóla verður í starfs- og kynnisferð á Akranesi. Ekkert skólahald verður þann daginn. Skólahald hefst aftur samkvæmt áætlunum þriðjudaginn 9. október. Skólastjóri
Tölvuvæðing í Auðarskóla
Nýja tölvuverið í grunnskólanum Á árinu 2012 hófst umfangsmikil endurnýjun tölvubúnaðar í Auðarskóla ásamt aukinni tölvuvæðingu stofnunarinnar í heild. Stór hluti búnaðar var orðin mjög gamall eða allt að 10 ára. Eftirfarandi hefur verið gert í þeim málum : Deildir skólans; leikskóli, grunnskóli og tónlistarskóli, eru nú allar tengdar saman, með þráðlausu samgandi, á einn netþjón með sömu afritunarstöð og …
Frá foreldrafélaginu
Foreldrafélag Auðarskóla hélt aðalfund sinn þann 6. september. Fundurinn var allvel sóttur og voru hin ýmsu mál rædd. Stjórn félagsins er skipuða á eftirfarandi hátt: Formaður: Arnar Eysteinsson sem er fulltrúi grunnskóla í stjórn. Ritari: Ingibjörg Anna Björnsdóttir sem er fulltrúi leikskóla í stjórn. Gjaldkeri: Þorsteinn Jónsson sem er fulltrúi grunnskóla í stjórn. Meðstjórnandi : Carolin A Bare-Schmidt sem fulltrúi …
Nemendur á Álfadeild í gönguferð
Yngri nemendur á Álfadeild fóru í gönguferð í góða veðrinu mánudaginn 17. september um Búðardal. Farið var í hreyfistundinni og gengið í „stóran“ hring. Nokkur hús voru skoðuð álengdar: Skólinn þar sem stóru krakkarnir eru, bankinn, heilsugæslan(sjúkrahúsið :-)), húsið hans Benónís og Thomsenshús. Einnig gafst gott tækifæri til að fara yfir umferðarreglurnar. Allir komu sælir og ánægðir heim og beint …
Stjórn nemendafélagsins
Aðalmenn Elín Huld Jóhannesdóttir formaður Marinó Björn Kristinsson meðstjórnandi Aníta Rún Harðardóttir meðstjórnandi Benedikt Máni Finnsson meðstjórnandi Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir gjaldkeri/varaformaður Íris Dröfn Brynjólfsdóttir meðstjórnandi Steinþór Logi Arnarsson ritari Varamenn Elín Huld Jóhannesdóttir Sindri Geir Sigurðsson Einar B. Einarsson Laufey Fríða Þórarinsdóttir Fulltrúar í skólaráð Auðarskóla Elín Huld Jóhannesdóttir aðalmaður Benedikt Máni Finnsson aðalmaður Íris Dröfn Brynjólfsdóttir …
Foreldrafundur – frestun
Foreldrafundi, sem boðaður hafði verið á morgun þriðjudaginn 11. september, í leikskólanum er frestað um sinn vegna óviðráðandi ástæðna.