Nú fer að líða undir sumarlok og skólaárið að hefjast hjá okkur í Auðarskóla. Eins og ljóst er orðið byrjun ekki með sama móti og venjulega. Með því erum við að bregðast við þeim tilmælum sem stjórnvöld hafa sett vegna Covid19.
Skólasetning verður fyrir nemendur og foreldra í 1. bekkjar mánudaginn 24. ágúst (póstur hefur verið sendur á forráðamenn) en aðrir nemendur mæta samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 25. ágúst. Skólabílar byrja að ganga þann dag.
Skólinn er áfram lokaður fyrir aðra en starfsmenn og nemendur. Þurfi foreldrar einhverra hluta vegna að koma í skólann biðjum við þá um að láta vita af sér fyrirfram hjá ritara.
Forfallatilkynningar þurfa að berast til ritara annað hvort í síma 430-4757 eða á netfangið ritari@audarskoli.is.