Skólaslit Auðarskóla 2020

Auðarskóli Fréttir

Óvenjulegu skólaári í Auðarskóla er nú lokið og hafa skólaslit farið fram en þó með óhefðbundu sniði. Ég ætla ekki að fara mörgum orðum um það ástand sem hefur verið í samfélaginu og mestum hluta heimsins því það væri að bera í bakkafullann lækinn sem varð til þess að skólaslit voru með breyttu sniði.
Skólaslit Auðarskóla fóru fram þriðjudaginn 2. júní síðast liðinn í beinu framhaldi af Vorhátíð skólans. Vorhátíðin okkar var með hefðbundu sniði að því undanskyldu að foreldrafélagið var ekki með hefðbundið grill þennan dag og það var að ósk skólans en í venjulegu árferði er foreldrafélagið velkomið eins og hingað til. Í stað þess sáu starfsmenn um að grilla pylsur fyrir nemendur og starfsfólk. Skólaslit 1. – 9. bekkjar fór svo fram í Dalabúð í lok Vorhátíðar sem gekk vel. Engir foreldrar voru þar enda ekki æskilegt vegna samkomubanns. Seinna sama daginn voru svo skólaslit fyrir 10. bekk í Dalabúð sem var með hefðbundnu sniði þar sem 10. bekkur var kvaddur og þakkað fyrir samstarfið í síðastliðinn 10 ár með óskum um gott gengi í hverju því sem þau taka sér fyrir í framtíðinni. Nemendur fluttu þakkarræður, sem og umsjónarkennarar og skólastjóri. Kvenfélagið Þorgerður Ingólfsdóttir færði skólanum bókagjöf sem er orðinn árlegur atburður á skólaslitum og færum við þeim bestu þakkir fyrir að hugsa til okkar á þennan hátt.  Í lok skólaslita var síðan kaffisamsæti fyrir 10. bekkinga, gesti þeirra og starfsfólk. Tónlistaratriði voru frá tónlistardeild Auðarskóla á báðum skólaslitum. Hólmfríður Tania nemandi í 10. bekk söng fyrir okkur og skólahljómsveitin okkar flutti Hey, Jude gamla Bítlalagið eins spilaði hljómsveit starfsmanna undir fjöldasögn nemenda sem er vonandi komið til að vera.
Auðarskóla starfsárið 2019-2020 er því slitið og óskum við öllum gleðilegs sumars og hlökkum til að sjá alla okkar nemendur næsta starfsár.