Stóra upplestrarkeppnin

admin

Picture

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Auðarskóla í dag.   Alls voru keppendur átta að þessu sinni.  Keppendur stóðu sig afar vel og var keppnin óvenjulega tvísýn þetta árið.   Dómarar voru  Björn Stefánsson, Valdís Einarsdóttir og Guðrún María Einarsdóttir og áttu þau úr vöndu að ráða.   Að lokum voru valdir tveir þátttakendur til að keppa á lokahátíðinni ásamt einum varamanni.  Þátttakendur verða Benedikt Máni Finnsson og Kristín Þórarinsdóttir.  Varamaður þeirra verður Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir.

Lokahátíðin verður haldinn 6. april næstkomandi í Leifsbúð en þar keppa ásamt Auðarskóla; Laugargerðisskóli, Grunnskólinn Borgarnesi, Heiðaskóli og Grunnskóli Borgarfjarðar.