Tónfundir fóru fram í tónlistardeildinni þriðjudaginn 12. og fimmtudaginn 14. nóvember. Voru þeir haldnir á sviðinu í Dalabúð og sú tilhögun tókst með miklum ágætum. Nemendur stóðu sig frábærlega og er gaman að sjá hvað þeim fer mikið fram. Með nýfengnu og spennandi samstarfi tónlistarkennaranna verður nú áhersla á meira samspil og megum við eiga von á að sjá fleiri hópatriði í framtíðinni.
Til hamingju nemendur og forráðamenn.