Vel heppaður viðburður hjá Foreldrafélaginu

Auðarskóli Fréttir

Foreldrafélagið stóð fyrir haustfagnaði leikskólabarna Auðarskóla í Dalabúð þann  21. september síðastliðinn. Viðburðurinn var vel sóttur af börnum og foreldrum. Blaðrarinn kíkti í heimsókn og bjó til blöðrudýr fyrir alla sem vilu, hoppukastali settur upp inn í sal, léttar veitingar frammi og listastöð sem hægt var að lita myndir. Frábært framtak hjá Foreldrafélaginu.