Vortónleikar tónlistardeildar Auðarskóla

admin

Á fimmtudaginn 11. maí n.k.  verða haldnir hinir árlegu vortónleikar tólistardeildar Auðarskóla. Tónleikarnir fara fram í Dalabúð klukkan 17:00.

Nemendur koma fram og sýna listir sínar og viljum við vinsamlega benda áhorfendum á að sitja út tónleikana af virðingu við flytjendur.