Vetrarfrí

admin Fréttir

Dagana 30. október – 1. nóvember 2017 er vetrarfrí í grunnskóladeild Auðarskóla. Þá er engin kennsla í grunnskólanum og skólabílar keyra ekki.  Einnig fellur niður starf Fjallasals á þessum dögum sem og tómstundirnar á miðvikudagseftirmiðdaginn. Vonandi eiga allir eftir að njóta frísins með börnunum sínum og hlökkum við til að sjá þau koma aftur í skólann endurnærð eftir frí.

Stóra upplestrarkeppnin í Búðardal

admin Fréttir

Föstudaginn 29. mars 2019 var stóra upplestrarkeppnin haldin í Búðardal. Til stóð að keppnin ætti að fara fram fimmtudaginn 28. mars en þar sem veðurhorfur voru slæmar og vetrarfærð þá var ákveðið að fresta henni um sólarhring. Föstudagurinn rann um með góðu veðri sól og vetrarblíðu. Keppendur frá Heiðarskóla, Grunnskólanum í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar komu hingað í Búðardal ásamt …

Núvitund fyrir pabba, mömmur, afa og ömmur

admin

Foreldrafélag Auðarskóla býður upp á erindi um núvitund í uppeldi barna, fimmtudaginn 7. febrúar kl: 20:00, í sal efri byggingu grunnskólans. Námskeiðið heitir “ Núvitund fyrir pabba, mömmur, afa og ömmur og aðra sem koma að uppeldi barna „. Í þessu fræðsluerindi kynnir Bryndís Jóna frá Núvitundarsetrinu hvað felst í núvitund og gildi núvitundar fyrir alla þá sem koma að …

Smá breyting á skóladagatali

admin

Við viljum benda á smá breytingu á skóladagatali grunnskólans. Smiðjuhelgin sem átti að vera fyrir unglingadeild 29. – 30. mars hefur færst til 5. – 6. apríl. Uppfært skóladagatal er komið hérna inn á vefinn: www.audarskoli.is/skoacuteladagatal.html

Ný gjaldskrá Auðarskóla

admin

Við vekjum athygli á því að um áramót tók í gildi ný gjaldskrá Auðarskóla. Hægt er að nálgast gjaldskrána inn á vef Dalabyggðar: ​ http://dalir.is/Files/Skra_0079003.pdf

Karellen í leikskólann

admin Fréttir

Nú er mánuður liðinn síðan Karellen var tekið upp í leikskólanum. Karellen er fyrsta kerfið sinnar tegundar í heiminum sem býður upp á heildarlausnir fyrir leikskóla. Það er skráningar- og samskiptaforrit sem auðveldar öll samskipti og gerir skráningar skilvirkari. Í gegnum Karellen fá foreldrar aðgang að helstu upplýsingum varðandi barnið sitt; mætingar, matar- og svefnskráningar, veikinda – og leyfisskráningar, dagatal, matseðil skólans, …

Auðarskóli í sumar

admin Fréttir

Eins og líklega flestir orðið vita þá voru skólaslit grunnskólans þann 31. maí síðastliðinn en leikskólinn er opinn til og með 26. júní og einnig skrifstofa skólans. Skrifstofa skólans og leikskólinn opna svo aftur 1. ágúst en skólasetning grunnskólans verður 22. ágúst.