Gleðilegt sumar

Auðarskóli Fréttir

Starfsfólk Auðarskóla óskar nemendum, foreldrum/forráðamönnum og íbúum Dalabyggðar GLEÐILEGS SUMARS og þakkar fyrir veturinn!

Nemendafélag Auðarskóla fær gjöf

Auðarskóli Fréttir

Þann 11. apríl var undirritaður samningur milli bænda í Miðskógi og Reykjagarðs hf. um uppbyggingu kjúklingahúsa og eldis að Miðskógi í Dalabyggð. Færði Reykjagarður hf.  nemendafélagi Auðarskóla styrk upp á 100.000 kr. sem nýta á í ferðasjóð nemenda. Fulltrúar nemendafélagsins, Jasmín, Kristín, Baldur og Benóní fóru í Árblik ásamt kennara og tóku á móti gjöfinni. Með á myndinni er Guðmundur …

Smiðjuhelgi 14.-15.apríl 2023

Auðarskóli Fréttir

Seinni SMIÐJUHELGI fyrir nemendur elsta stigs verður á Varmlandi  föstudaginn 14. apríl til laugardagsins 15. apríl. Brottför úr Auðarskóla kl. 13 og komið heim á laugardegi um kl. 15.

Á skíðum skemmti ég mér trarallalla!

Auðarskóli Fréttir

Í vikunni fara allir nemendur Auðarskóla á skíði. Nemendur á mið- og elsta stigi fara á skíðasvæði Tindastóls og dvelja þar hvort stig fyrir sig í tvo daga og njóta útiveru og æfa sig á skíðum og snjóbrettum. Miðstig dvelur fyrir norðan mánu- og þriðjudaginn 20.-21. mars og elsta stigið miðviku- og fimmtudaginn 22.-23.mars. Nemendur á yngsta stigi fara á …

Söngvakeppni SAMVEST 16. mars

Auðarskóli Fréttir

Söngvakeppni SAMVEST verður haldin í Dalabúð fimmtudaginn 16. mars kl. 18.  SAMVEST er samstarfsvettvangur félagsmiðstöðva á Vesturlandi og eru félagsmiðstöðvarnar alls 8 á svæðinu. Búast má við miklu fjöri þar sem milli 200 og 300  ungmenni verða samankomin um kvöldið. Skipulag viðburðar er í höndum íþrótta- og tómstundafulltrúa og starfsmanns félagsmiðstöðvarinnar og er undirbúningur á fullu þessa dagana.

9. mars-Skipulagsdagur í grunnskólanum

Auðarskóli Fréttir

Nk. fimmtudag 9. mars er skipulagsdagur í grunnskóla Auðarskóla. Skólinn verður lokaður þann daginn. Skólabílar ganga ekki þann daginn og lengd viðvera og tónlistarskólinn verða ekki starfandi.