Skólahald í grunnskóladeild Auðarskóla í samkomubanni Til að byrja með verður 8. – 10. bekkur í fjarnámi og munu umsjónarkennarar vera í samskiptum við foreldra og forráðamenn um fyrirkomulagið á því. 1. bekkur, 2. bekkur 3.-4. bekkur, 5. bekkur, 6. bekkur og 7. bekkur verða sérhópar. Við munum hafa öll samskipti milli hópa í lágmarki, bæði milli nemenda og milli starfsfólks. …
Núvitund fyrir pabba, mömmur, afa og ömmur
Foreldrafélag Auðarskóla býður upp á erindi um núvitund í uppeldi barna, fimmtudaginn 7. febrúarkl: 20:00, í sal efri byggingu grunnskólans. Námskeiðið heitir „Núvitund fyrir pabba, mömmur, afa og ömmur og aðra sem koma að uppeldi barna„. Í þessu fræðsluerindi kynnir Bryndís Jóna frá Núvitundarsetrinu hvað felst í núvitund og gildi núvitundar fyrir alla þá sem koma að uppeldi barna. Við prófum …
Varðandi skólahald í Auðarskóla
Kæru foreldrar/forráðamenn Eins og öllum ætti að vera kunnugt erum við að takast á við aðstæður sem ekki eru fordæmi fyrir. Við höfum unnið hörðum höndum að því síðustu daga að skipuleggja starfið í Auðarskóla þannig að við getum haldið úti sem mestri starfsemi. Við erum öll að gera okkar besta til þess að ná utan um breyttar aðstæður og mikilvægt …
Stóra upplestrarkeppnin
Upplestrarkeppni 7. bekkjar fór fram miðvikudaginn 20. mars. Óhætt er að segja að nemendur hafi staðið sig með stakri prýði. Tekið góðum framförum og bætt sig hvert í sínum þáttum. Fulltrúar Auðarskóla í Vesturlandsupplestrinum sem verður í Dalabúð fimmtudaginn 28. mars verða þau Jóhanna Vigdís og Alexander Örn. Til vara er Katrín.
Samvinna 1. bekkjar og elsta árgangs leikskólans
Í samvinnu 1. bekkjar og skólahóps var umhverfið og plastnotkun til umræðu. Til að minnka plastpokanotkun saumuðu og klipptu nemendur boli og bjuggu til fjölnotapoka sem hægt er að grípa í ef fötin hjá yngsta stigi verða blaut. Nemendurnir bjuggu til 30 boli sem notaðir verða í staðinn fyrir plastpoka. Mikilvægt er að foreldrar sendi pokana aftur í skólann svo …
Árshátíð Auðarskóla frestað
Eins flestum er kunnugt um er skæður vírus að ganga yfir landið okkar og þurfum við að taka tillit til hans og afleiðinga sem honum geta fylgt. Eftir nokkra yfirlegu þá hef ég tekið þá ákvörðun að fresta árshátíð Auðarskóla um óákveðinn tíma. Þetta er gert eftir samtal við yfirmenn mína og sóttvarnarlækni Vesturlands. Ég vona að þið sýnið þessu …