Skólasetning Auðarskóla
Skólasetning Auðarskóla fer fram miðvikudaginn 22. ágúst í Dalabúð og hefst athöfnin klukkan 10:00.Klukkan 10:30 verður kynning fyrir nemendur yngsta stigs, klukkan 10:55 verður kynning fyrir nemendur á miðstigi og klukkan 11:20 fyrir nemendur elsta stigs. Gert er ráð fyrir að foreldrar grunnskólabarna mæti á skólasetninguna og kynningarnar þeirra stiga sem þeirra börn eru á. Einnig minnum við á:Eins og í fyrravetur …
Vortónleikar tónlistardeildar Auðarskóla
Á þriðjudaginn 15. maí n.k. verða haldnir hinir árlegu vortónleikar tólistardeildar Auðarskóla. Tónleikarnir fara fram í Dalabúð klukkan 16:00. Nemendur koma fram og sýna listir sínar og viljum við vinsamlega benda áhorfendum á að sitja út tónleikana af virðingu við flytjendur.
Reykir
Við í sjöunda bekk erum „nýkomin“ heim frá Reykjum. Á námskeiðunum var gaman og flestir voru að kynnast fleiri krökkum. Okkur fannst flestum skemmtilegast í náttúrufræði og sögu og þá sérstaklega þegar sagan af Gretti var sögð. Byggðasafnið kom líka sterkt inn og hákarlasögurnar fræðandi. Frítíminn var skemmtilegur. Stefán og Daníel voru snyrtipinnar ferðarinnar og fóru í sturtu á hverjum …
Kaffi og með því – mikilvægt fyrir alla foreldra/forráðamenn
Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla verður haldinn í grunnskólanum þriðjudaginn 26. september kl. 17:30.…Dagskrá:1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.2. Fráfarandi stjórn gerir grein fyrir starfi síðasta starfsárs og fjárhagslegri stöðu félagsins.3. Fulltrúar í skólaráði gera grein fyrir starfi síðasta starfsárs.4. Lagabreytingar.5. Kosningar. Stjórnarkjör, og kosning fulltrúa í fræðslunefnd og skólaráð ef þörf er á.6. Önnur mál. Mikilvæg málefni er varða alla foreldra/forráðamenn.Komin eru …
Leikskólabörn sungu við opnum Kjörbúðarinnar
Á föstudaginn 13. október 2017 var Kjörbúðin í Búðardal opnuð. Krakkarnir á Tröllakletti tóku þátt í opnuninni með söng þar sem þau fluttu tvö lög í lok ræðuhalda. Krökkunum fannst mjög gaman og spennandi að fá að vera þátttakendur í þessari opnun.
Dagur eldri borgara
Kæru Dalamenn 60 ára og eldri Verið velkomin í leikskólann okkar þriðjudaginn 21. nóvember.Það verður opið hús milli kl. 10 og 11í tilefni af degi eldri borgara.Boðið verður upp á hressingu,við tökum kannski lagið samanog eigum góða samverustund. Hlökkum til að sjá ykkur Börn og starfsfólk leikskóla Auðarskóla
Upplestrarkeppni Auðarskóla
16. mars fór fram, í Auðarskóla, undankeppni fyrir Stóru Upplestrarkeppnina. Keppnin er ætluð nemendum 7. bekkjar og er undirbúningur nokkur fyrir keppni sem þessa og allir eru hvattir til að taka þátt í verkefninu á einhvern hátt. Æfingatímabilið er nokkrar vikur og æfingum fjölgar eftir því sem líður á. Við lok þessa tímabils er ánægjulegt að sjá þær framfarir sem …
Foreldraviðtalsdagur
Á miðvikudaginn 10. október verður foreldraviðtalsdagur í grunnskóladeild Auðarskóla. Enginn kennsla er þennan dag né heldur skólaakstur. Foreldrar munu fá sent frá umsjónarkennurum sinna barna hvenær dagsins þau eiga að mæta til viðtals.