Eins og líklega flestir orðið vita þá voru skólaslit grunnskólans þann 31. maí síðastliðinn en leikskólinn er opinn til og með 26. júní og einnig skrifstofa skólans. Skrifstofa skólans og leikskólinn opna svo aftur 1. ágúst en skólasetning grunnskólans verður 22. ágúst.
Skóladagatöl næsta skólaárs
Skóladagatöl Auðarskóla fyrir næsta skólaár eru komin inn á heimasíðuna:http://www.audarskoli.is/skoacuteladagatal.html Dagatölin eru tvö, fyrir grunn- og tónlistarskóla annarsvegar og leikskóla hinsvegar. Nú er tækifæri fyrir fjölskyldur skólabarna að skipuleggja fríin sín miðað við skóladagatalið svo endilega kíkið á linkinn hér fyrir ofan og skoðið dagatölin vel.
Stelpurnar okkar gerðu góða hluti í glímu um helgina
Eins og sjá má á frétt Skessuhorns í dag voru nokkrar stelpur úr Auðarskóla að gera góða hluti í glímu um helgina. Grunnskólamót í glímu var haldið í Reykjanesbæ um liðna helgi. Á vefsíðu Glímusambands Íslands segir að mótið hafi gengið vel fyrir sig og fóru keppendur ánægðir heim. Glímudrottning okkar dalamanna, Svana Hrönn Jóhannsdóttir, nýkjörin formaður Glímusambands Íslands, var …
Leikskólabörn heimsækja fyrirtæki í Búðardal
Nemendur á Tröllakletti hafa farið í vettvangsheimsóknir í nokkur fyrirtæki í haust. Við höfum fengið æðislegar móttökur. Nemendunum finnst mjög gaman að fá að sjá á bakvið tjöldin og hvernig starfið fer fram hjá fyrirtækjum hér í Búðardal. Þau munu halda áfram að fara í fyrirtæki og er stefnan sett á Vegagerðina næst. Fyrirtækin sem við höfum farið í eru: …
Öskudagsskemmtun foreldrafélagsins
ATH: Slæm spá er fyrir miðvikudaginn. Ákveðið hefur verið að fresta þessari skemmtun, sem og öllu öskudagstengdu á vegum skólans, til fimmtudags.
Myndlistarsýning – 10.bekkur.
Sýning á verkum nemenda 10. bekkjar verður í Stjórnsýsluhúsinu frá og með deginum í dag og fram yfir kosningar.Sýningin ber heitið ,,árstíðirnar fjórar“ og áttu nemendur að túlka tré sem sýnir þær.Hvetjum alla til að kíkja við.
Skólasetning Auðarskóla
Skólasetning Auðarskóla fer fram miðvikudaginn 22. ágúst í Dalabúð og hefst athöfnin klukkan 10:00.Klukkan 10:30 verður kynning fyrir nemendur yngsta stigs, klukkan 10:55 verður kynning fyrir nemendur á miðstigi og klukkan 11:20 fyrir nemendur elsta stigs. Gert er ráð fyrir að foreldrar grunnskólabarna mæti á skólasetninguna og kynningarnar þeirra stiga sem þeirra börn eru á. Einnig minnum við á:Eins og í fyrravetur …
Vortónleikar tónlistardeildar Auðarskóla
Á þriðjudaginn 15. maí n.k. verða haldnir hinir árlegu vortónleikar tólistardeildar Auðarskóla. Tónleikarnir fara fram í Dalabúð klukkan 16:00. Nemendur koma fram og sýna listir sínar og viljum við vinsamlega benda áhorfendum á að sitja út tónleikana af virðingu við flytjendur.





