Tónfundur tónlistardeildar Auðarskóla

admin Fréttir

Á fimmtudaginn 18. október verður tónfundur í Auðarskóla. Hann verður eins og undanfarin skipti í efra holi grunnskólans og hefst klukkan 13:30.

Áætlaður er klukkutími fyrir nemendur til að láta ljós sitt skína við spilamennsku og söng. 

Við viljum góðlátlega benda fólki á að sitja út tónfundinn af virðingu við þá nemendur sem koma fram.