Gerum stærðfræðina sýnilega

admin Fréttir

Vikuna 28. sept. til 2. okt. færum við stærðfræðinámið út úr bókunum.  Í tveimur kennslustundum á dag hittast hópar þvert á aldur og fást við fjölbreytt stærðfræðiverkefni.  Unnið verður með fjölbreyttan efnivið, t.d. perlur, pappír, gangstéttir, gólf, timbur, tvinna og fleira. Viðfangsefnin eru margvísleg og unnið verður með margföldun, hnitakerfi, form og fleira.  Útfærslur verkefnanna fara eftir hugmyndaauðgi krakkanna. Stefnt er að …

Lengd viðvera

admin Fréttir

Nú styttist í að grunnskólinn byrji.  Eins og síðasta vetur verður boðið uppá lengda viðveru fyrir nemendur í 1.-4.bekk. Hér fyrir neðan má nálgast slóð inná umsóknareyðublað fyrir lengda viðveru. Við vekjum sérstaka athygli á að náðarkorter er í boði fyrir lengda viðveru en það verður að sækja sérstaklega um það á eyðublaðinu.   Lengda viðvera byrjar frá og með …

Skólasetning grunnskóladeildar Auðarskóla

admin Fréttir

Skólasetning grunnskóladeildar Auðarskóla fer fram þriðjudaginn 22.ágúst í Dalabúð og hefst athöfnin klukkan 10:00.Klukkan 11:00 verður kynning fyrir nemendur yngsta stigs, klukkan 11:20 verður kynning fyrir nemendur á miðstigi og klukkan 11:40 fyrir nemendur elsta stigs.  Einnig minnum við á:Í vetur samþykkti fræðslunefnd og síðar sveitastjórn að Auðarskóli myndi kaupa ritföng fyrir nemendur í 1. – 10. bekk skólaárið 2017-2018.Með …

Fjölskyldudagur/Lautarferð-Leikskólinn

admin Fréttir

Okkur langar til að ná leikskólabörnum og fjölskyldum þeirra saman og hittast í lautarferð. Höfum við fengið leyfi til að hittast í garðinum við Arion banka, laugardaginn 30. maí kl. 12:00.Allir eru beðnir um að koma með pylsur, brauð og drykki fyrir sig og sína.Grill og meðlæti verður á staðnum.Allar hugmyndir af afþreyingu eru vel þegnar.Kveðja, tengiliðir leikskóladeildar,Tóta –  thorunn.einarsdottir@gmail.com og Helga –  …

Vísindasmiðja á leikskóla

admin Fréttir

Krakkarnir á Tröllakletti hafa verið í vísindasmiðjum í þessari viku. Þau hafa verið að leika með ljós og liti. Einnig hafa þau verið að gera mjólkurlistaverk og lært þá um eiginleika efna. Svo bjuggu þau til lava lampa, Þá lærðu þau að sum efni eru þyngri en önnur og svo er bara svo gaman að sjá þegar að freyðitaflan fer …

Breytingar á starfsemi leikskólans

admin Fréttir

Framundan eru allnokkrar breytingar í leikskólanum.  Frá og með 1. október eykst þjónusta skólans þegar hann tekur inn börn frá 12 mánaða aldri.  Þetta er viðamikil  breyting sem kostar talsverðan undirbúning.   Ljóst er að breytingin mun hafa áhrif á allt innra starf leikskólans.   Ítarlegri upplýsingar er að finna í hjálögðu foreldrabréfi.  Slóð hér. Skólastjóri

Útivistardagur

admin Fréttir

Í dag var útivistardagur í grunnskóladeildinni.  Þá færist kennslan meira út.  Hér á myndinni má sjá tíma úr heimilisfræði.

Leikskólakennara vantar við Auðarskóla

admin Fréttir

Leikskólakennara og deildarstjóra vantar við leikskóladeild Auðarskóla.  Auðarskóli, sem er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli, er staðsettur í Búðardal.  Einkunnarorð skólans eru:  Ábyrgð –Ánægja- Árangur.  Leikskólinn er tveggja deilda og að jafnaði dvelja þar 35 – 40 börn frá 12 mánaða aldri.  Húsnæði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður góður. Sjá meiri upplýsingar á www.audarskoli.is​Við leitum að einstaklingi sem …

Hvar er Stekkjarstaur?

admin Fréttir

Á mánudaginn 30. nóvember stendur foreldrafélag Auðarskóla fyrir jólaleiksýningu fyrir yngsta stig grunnskólans og leikskólabörnin. Leiksýningin „Hvar er Stekkjarstaur ?“ verður sýnd í Dalabúð klukkan 14:00.  Foreldrar eru velkomnir að koma og horfa með börnunum.  „Það er kominn 12. desember, en jólasveinninn Stekkjarstaur kemur ekki til byggða. Þegar Halla fer að athuga hvernig á því standi kemst hún að því …

Tónfundir í tónlistarskólanum

admin Fréttir

Tónfundir á haustmisseri verða haldnir miðvikudaginn 28.  kl 14.30  (5-10 bekkur)  og fimmtudaginn 29. kl 14.30 (1-4 bekkur).Þar munu nemendur tónlistarskólans koma fram og spila og syngja fyrir foreldra og gesti.  Fundurinn verður haldinn í sal tónlistarskólans og allir eru velkomnir. Kær kveðja Óli og Jan