Ný stjórn foreldrafélags Auðarskóla

admin Fréttir

Á aðalfundi Foreldrafélags Auðarskóla þann 15. september 2015 var kjörin ný stjórn.  Í nýrri stjórn eru Björt Þorleifsdóttir formaður, María Hrönn Kristjánsdóttir gjaldkeri, Jónína Kristín Guðmundsdóttir ritari, Emilía Lilja Gilbertsdóttir meðstjórnandi og Baldur Þórir Gíslason meðstjórnandi.Varamenn stjórnar eru Harpa Sif Ingadóttir og Ásdís Kr. Melsted. Þórey Björk Þórisdóttir gaf áfram kost á sér til næstu tveggja ára sem fulltrúi foreldra …

Árshátíð grunnskóladeildar Auðarskóla

admin Fréttir

Þann 17. mars næstkomandi verður haldin árshátíð nemenda Auðarskóla í Búðardal.  Árshátíðin verður í Dalabúð og hefst kl. 18.00.  Áætlað er að dagskrá og kaffiveitingar taki allt að tvær klukkustundir.  Kaffiveitingar eru að lokinni skemmtun og eru þær eins og áður í boði foreldra.Miðaverð verður kr.  700 á mann fyrir 6 ára og eldri. ​​Það er von okkar að sem flestir …

Myndmennt í Samkaup

admin Fréttir

Kæru nemendur og foreldrar.Nemendur 8.bekkjar, ásamt þeim Lily og Martin, hafa fræðst lítillega um Tryggva Magnússon teiknara og skoðað myndir eftir hann. Þau unnu blýantsteikningar af jólasveinum/jólakettinum og afraksturinn má sjá í Samkaupum. Myndirnar fá að hanga þar yfir hátíðarnar.Bestu kveðjur,María.

Góður árangur í stærðfræði

admin Fréttir

Stærðfræðingarnir: Steinþór, Eydís og Guðmundur Föstudaginn 13. mars var haldin stærðfræðikeppni Vesturlands í Fjölbrautarskóla Vesturlands.  Keppt er í þremur efstu árgöngum grunnskólans.  Keppedur Auðarskóla sýndu mjög góðan árnagur.  Þrír nemendur Auðarskóla komust í top  tíu  í sínum árgangi.     Eydís Lilja 9. bekk 2. sæti     Guðmundur Kári 10. bekk 4.-10. sæti     Steinþór Logi 10. bekk 3. sæti Við óskum þeim til hamingju …

Tónleikar

admin Fréttir

​Nemendur unglingadeildar Auðarskóla standa fyrir tónleikum fimmtudagskvöldið 14. Apríl 2016 klukkan 20:00 í Dalabúð. ​​Viðburðurinn er liður í söfnun nemenda fyrir skólaferðalagi til Danmerkur. Aðgangseyrir 1.000 kr.ATH: enginn posi á staðnum

Öskudagur nálgast

admin Fréttir

Foreldrafélag Auðarskóla stendur fyrir öskudagsskemmtun í Dalabúð, miðvikudaginn 10. febrúar, öskudag, klukkan 16:00. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni, veitt verðlaun fyrir flottasta búninginn, frumlegasta búninginn og þann sem heldur sér best í karakter, og eitthvað fleira skemmtilegt. Allir velkomnirKveðjaStjórn foreldrafélagsins

Samvinna leik- og grunnskólans

admin Fréttir

Einu sinni í viku, á fimmtudagsmorgnum milli kl. 10.10 og 11.30 hittast nemendur 1. bekkjar og börn í elsta árgangi leikskólans.  Samvinnan hófst formlega 17. sept. og  var byrjað á því að kynnast skólanum. Við fórum því  saman í skoðunarferð og heimsóttum kennara- og kennslustofur og hittum þar nemendur og kennara. Í framhaldinu höfum við farið í allskyns skemmtileg verkefni: Spilað samstæðuspil með …

Aðalfundur foreldrafélagsins

admin Fréttir

Aðalfundur foreldafélags AuðarskólaAðalfundur foreldrafélags Auðarskóla verður haldinn í grunnskólanum miðvikudaginn 21. september kl. 20:00.…Dagskrá:1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.2. Fráfarandi stjórn gerir grein fyrir starfi síðasta starfsárs og fjárhagslegri stöðu félagsins.3. Fulltrúar í skólaráði gera grein fyrir starfi síðasta starfsárs.4. Lagabreytingar.5. Kosningar. Stjórnarkjör, og kosning fulltrúa í fræðslunefnd og skólaráð ef þörf er á.6. Önnur mál.Foreldrafélag Auðarskóla er sameiginlegt foreldrafélag fyrir …