Gerum stærðfræðina sýnilega

admin Fréttir

Vikuna 28. sept. til 2. okt. færum við stærðfræðinámið út úr bókunum.  Í tveimur kennslustundum á dag hittast hópar þvert á aldur og fást við fjölbreytt stærðfræðiverkefni.  Unnið verður með fjölbreyttan efnivið, t.d. perlur, pappír, gangstéttir, gólf, timbur, tvinna og fleira. Viðfangsefnin eru margvísleg og unnið verður með margföldun, hnitakerfi, form og fleira.  Útfærslur verkefnanna fara eftir hugmyndaauðgi krakkanna. Stefnt er að því að afrakstur sé sýnilegur í vikulok.