Litlu jól Auðarskóla

admin Fréttir

Þá eru alveg að koma jól og okkur langar til að senda ykkur smá upplýsingar um planið þessa síðustu viku.

Mánudaginn 19. desember verður kennt eftir stundaskrá en brotið upp með því að nemendur dreifa jólakortum í fimmtu kennslustund.

Þriðjudagur 20. desember verða Litlu jólin. Nemendur og starfsfólk mæta í betri fötunum. Pakkaskipti fara fram á stofujólum og skal kostnaði stillt í hóf.

Dagskrá:

  • 08:30 Nemendur með umsjónarkennurum í stofum og kósíheit.
  • 09:50 Morgunmatur
  • 10:10 Nemendur aftur í stofum, pakkaskipti.
  • 10:50 Helgileikur og dansað kringum jólatréð.
  • 11:30 Hátíðarverður í Dalabúð þar sem verðlaun verða veitt fyrir besta jólapokann.
  • 12:30 Áætlaður heimakstur.

Kær kveðja
Stjórnendur