AFS Skiptinemar í Dalabyggð veturinn 2015-2016

admin Fréttir

AFS eru alþjóðleg fræðslusamtök sem byggja á óformlegri og formlegri menntun. Þátttakendur stunda skóla og kynnast nýrri menningu.  Þátttakendur dvelja og sækja skóla í tæpt ár eða skemur í öðru landi.  Þannig eignast þeir nýja vini alls staðar að úr heiminum, kynnast nýrri menningu, tungumáli, háttum og siðum annarra landa.  Skiptinemar búa hjá fjölskyldum og ganga í skóla, þeir eru …

Vinnustöðvun 21.maí

admin Fréttir

Félag grunnskólakennara(FG) hefur boðað vinnustöðvun miðvikudaginn 21. maí næstkomandi hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma.  Ef til boðaðar vinnustöðvunar kemur fellur skólaakstur og öll kennsla í grunnskóladeild niður þann daginn.   Skrifstofa skólans verður opin. Tónlistarkennarar eru við kennslu þennan dag og leikskólinn starfar eins og venjulega nema að skólaakstur er ekki í boði fyrir leikskólabörnin. Þann 22. maí hefst …

Rafmagnsbilun

admin Fréttir

Rafmagn er farið af neðri hluta grunnskólans.  Því er ekki símasamband  við grunnskóladeildina.  Ekkert netsamband er við alla stofnunina.  Reynt er að halda uppi hefðbundinni kennslu.   Vonast er til þess að fljótlega verði hægt að koma rafmagni aftur á. Skólastjóri​ ​

Skólasetning

admin Fréttir

Fimmtudaginn 21. ágúst næstkomandi mæta nemendur með foreldrum sínum sem hér segir:      Kl. 09.50    Yngsta stig (nemendur fæddir 2008, 2007, 2006 og 2005)    Kl. 10.10    Miðstig (nemendur fæddir 2004, 2003 og 2002)    Kl. 10.30    Elsta stig (nemendur fæddir 2001, 2000 og 1999) Tekið er á móti nemendum og foreldrum á hverju stigi fyrir sig.  Eftir samveru stigsins  ganga …

Auðarskóli með viðamikið átak í fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum

admin Fréttir

Í október 2012 var efnt til málþinga víða um land undir kjörorðunum „Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.“ Verkefnið er liður í sáttmála Evrópuráðsins sem Ísland er aðili að.  Fulltrúi frá Auðarskóla sótti ráðstefnuna og  hefur síðan verið tengiliður skólans gagnvart verkefninu. Í vetur hafa bæði starfsfólk og nemendur Auðarskóla fengið fræðslu um hvað kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er og …

Hópferð á Grease !

admin Fréttir

Leikfélag nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar sýnir hinn sívinsæla söngleik Grease. Við fjölmennum á sýninguna með nemendur af mið- og efsta stigi fimmtudaginn 27. febrúar n.k. Lagt verður af stað frá Auðarskóla kl. 18:30. Miði á söngleikinn og sætaferð: kr. 500,- Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í netfagnið valaislandia@hotmail.com eða síma 845-2477 fyrir mánudaginn 24. febrúar. Stjórn foreldrafélagsins

Breytingar á jóladagskránni

admin Fréttir

Veður og færð hefur spilað nokkuð stórt hlutverk  í skólahaldi desembermánaðar.  Sökum þess verður eftirfarandi röskun á jóladagskránni: Vegna veðurs verða litlu jólin í leikskólanum fimmtudaginn 18. desember og hefjast kl. 15.30. Jólatónleikum tónlistardeildarinnar sem vera áttu þann 18. des er aflýst.   Ekki hefur reynst nægur tími til að undirbúa nemendur.  Skólastjóri

Kaffihúsakvöldið

admin Fréttir

Fimmtudaginn 5. des. verður Kaffihúsakvöld Auðarskóla. Húsið opnar kl. 19:00 en skemmtunin byrjar kl. 19:30 í Dalabúð. Boðið verður upp  á kakó og smákökur. Það verða skemmtiatriði sem eru samin og flutt af krökkum í 6.-10. bekk skólans. Einnig verður happdrætti með glæsilegum vinningum. Það kostar 600 kr. inn og einn happdrættismiði fylgir. Frítt er fyrir nemendur skólans og krakka …

Auðarskóli endurnýjar húsgögn

admin Fréttir

PantoMove stóll Í upphafi þessa mánaðar voru tekin í notkun í Auðarskóla  ný húsgögn fyrir alla nemendur í 1. – 4. bekk skólans.  Um er að ræða PantoMove stóla og VS Uno borð  frá Pennanum.  Borðin og stólarnir, sem nýju húsgögnin leysa af hólmi,  voru flest orðin áratuga gömul og hálfgerður samtíningur úr ýmsum áttum. Vonast er til þess að …

Tónfundi flýtt

admin Fréttir

Tónfundi í tónlistarskólanum, sem vera átti kl. 14.30 á fimmtudag verður flýtt vegna mikilvægs fundar hjá skátafélaginu á sama tíma.  Tónfundurinn hefst því kl. 13.40.