Nýr námskrárvefur Auðarskóla

admin Fréttir

Ný námskrá Menntamálaráðuneytisins frá 2011 felur í sér breytingar á ýmsu er við kemur skólastarfinu.  Á nýjum námskrárvef er hýst námskrá um nám, hæfniviðmið, námsmat, lykilhæfni og kennsluhætti í grunnskóladeild Auðarskóla.  Einnig er grunnþáttum menntunar gerð nokkur skil.Námskráin er að þessu sinni að stórum hluta smíðuð beint á vefinn í stað þess að setja hana upp fyrst á pappír og …

Samræmdu könnunarprófin

admin Fréttir

Niðurstöður samræmdra könnunarprófa í Auðarskóla fyrir haustið 2013 eru eftirfarandi:4. bekkur              Meðaleinkunn                MeðalröðunÍslenska                        6,1                               55Stærðfræði                  6,9                               667. bekkurÍslenska                        7,0                                58Stærðfræði                  6,4                                4310. bekkurÍslenska                        5,8                               50Enska                           6,7                               42Stærðfræði                   B                                 60Meðalröðun á landsvísu er 50.

Varðandi loftmengun frá Holuhrauni

admin Fréttir

Í Auðarskóla er fylgst með loftgæðum utandyra og hugsanlegum tilkynningum í fjölmiðlum um hættuástand í einstökum landshlutum.   Almannavarnir gefa út tilkynningar þegar háir mengunartoppar ganga yfir og nauðsynlegt er að fólk haldi sig inni og loki gluggum. Athugið að mengunartoppar ganga jafnan hratt fyrir. Það breytir ekki því að gosmengun getur legið í loftinu í lægri styrk og við höfum …

Áætluð vinnustöðvun FL

admin Fréttir

Ágætu foreldrar Fimmtudaginn 19.júní næstkomandi er áætluð vinnustöðvun hjá félagi leikskólakennara (FL) hafi ekki náðst samningar fyrir þann tíma. Í leikskóla Auðarskóla er deildarstjóri Álfadeildar félagi í FL og leggur því niður vinnu þann daginn. Vegna þessa er deildin lokuð umræddan dag og ekki hægt að taka á móti börnum. Hjóladagur sem vera á 19.júni fellur einnig niður verði af …

Skólaferðalög yngri deilda fimmtudaginn 30.05

admin Fréttir

Yngsta stig 08:40 lagt af stað úr Búðardal          til Hvammstanga. 09:40 Ávaxtatími. 10:00 Selasetur. 10:30 Lagt af stað í selaskoðun         Svalbarð/Illugastaðir. 12:00 Gott nesti. 12:50 Mæting í sund á          Reykjaskóla. 14:20 Pizzur á Staðarskála. 15:20 Brottför frá Hrútafirði. 16:00 Heimkoma í Búðardal. Miðstig  Lagt verður af stað frá skólanum kl. 8:30 og stefnan sett á Hvammstanga. Við tökum …

Einstakt námsúrræði í Auðarskóla

admin Fréttir

Í Auðarskóla hefur verið boðið upp á úrræði, frá 2012 fyrir nemendur með hegðunar- og námsvanda sem nefnt er „einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun með virknimati“.  Virknimat er aðferð til að meta áhrifaþætti á erfiða hegðun og stuðningsáætlun felur í sér margþætta íhlutun til að bæta hegðun, námsástundun og líðan.   Verkefnið sem byggir á atferlismótun fékk þróunarstyrk frá Sprotasjóði veturinn 2012-2013 en hélt áfram …

Myndir úr hauststarfi 

admin Fréttir

Nú hafa 40 myndir úr hauststarfi grunnskóladeildar verið settar inn í myndasafn skólans á netinu.  Þetta eru myndir úr ýmsum áttum.  Slóðin á myndirnar er hér. http://www.flickr.com/photos/audarskoli/

Dagur leikskólans

admin Fréttir

Dagur leikskólans er næstkomandi föstudag þann 6. febrúar.  Þá verður opið  í leikskólanum frá kl. 09.00 -10.00 fyrir foreldra og aðra gesti til að líta á börnin og starfssemina.  Klukkan 9.00 er t.d. söngstund með börnunum  í salnum, sem gaman getur verið að fylgjast með.   Kaffi á könnunni. Allir hjartanlega velkomnir

Leiksýning á vegum foreldrafélagsins

admin Fréttir

Mánudaginn 17. nóvember mun Möguleikhúsið sýna leikritið „Langafi prakkari“ eftir Pétur Eggerz. Foreldrafélag Auðarskóla stendur fyrir sýningunni og byrjar hún klukkan 10:30 í Dalabúð.  Sýningin er ætluð börnum í 1. – 4. bekk grunnskólans og nemendum úr leikskólanum.  Börnin eru í umsjón starfsfólks skólans en foreldrar eru velkomnir með á sýninguna ef þeir vilja.