Ágætu foreldrar Fimmtudaginn 19.júní næstkomandi er áætluð vinnustöðvun hjá félagi leikskólakennara (FL) hafi ekki náðst samningar fyrir þann tíma. Í leikskóla Auðarskóla er deildarstjóri Álfadeildar félagi í FL og leggur því niður vinnu þann daginn. Vegna þessa er deildin lokuð umræddan dag og ekki hægt að taka á móti börnum. Hjóladagur sem vera á 19.júni fellur einnig niður verði af …
Skólaferðalög yngri deilda fimmtudaginn 30.05
Yngsta stig 08:40 lagt af stað úr Búðardal til Hvammstanga. 09:40 Ávaxtatími. 10:00 Selasetur. 10:30 Lagt af stað í selaskoðun Svalbarð/Illugastaðir. 12:00 Gott nesti. 12:50 Mæting í sund á Reykjaskóla. 14:20 Pizzur á Staðarskála. 15:20 Brottför frá Hrútafirði. 16:00 Heimkoma í Búðardal. Miðstig Lagt verður af stað frá skólanum kl. 8:30 og stefnan sett á Hvammstanga. Við tökum …
Einstakt námsúrræði í Auðarskóla
Í Auðarskóla hefur verið boðið upp á úrræði, frá 2012 fyrir nemendur með hegðunar- og námsvanda sem nefnt er „einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun með virknimati“. Virknimat er aðferð til að meta áhrifaþætti á erfiða hegðun og stuðningsáætlun felur í sér margþætta íhlutun til að bæta hegðun, námsástundun og líðan. Verkefnið sem byggir á atferlismótun fékk þróunarstyrk frá Sprotasjóði veturinn 2012-2013 en hélt áfram …
Myndir úr hauststarfi
Nú hafa 40 myndir úr hauststarfi grunnskóladeildar verið settar inn í myndasafn skólans á netinu. Þetta eru myndir úr ýmsum áttum. Slóðin á myndirnar er hér. http://www.flickr.com/photos/audarskoli/
Dagur leikskólans
Dagur leikskólans er næstkomandi föstudag þann 6. febrúar. Þá verður opið í leikskólanum frá kl. 09.00 -10.00 fyrir foreldra og aðra gesti til að líta á börnin og starfssemina. Klukkan 9.00 er t.d. söngstund með börnunum í salnum, sem gaman getur verið að fylgjast með. Kaffi á könnunni. Allir hjartanlega velkomnir
Leiksýning á vegum foreldrafélagsins
Mánudaginn 17. nóvember mun Möguleikhúsið sýna leikritið „Langafi prakkari“ eftir Pétur Eggerz. Foreldrafélag Auðarskóla stendur fyrir sýningunni og byrjar hún klukkan 10:30 í Dalabúð. Sýningin er ætluð börnum í 1. – 4. bekk grunnskólans og nemendum úr leikskólanum. Börnin eru í umsjón starfsfólks skólans en foreldrar eru velkomnir með á sýninguna ef þeir vilja.
Skógræktarstarf í Auðarskóla
Auðarskóli hefur til umráða svæði austan við Búðardal, ofan við Rarikhúsið, til þess gróðursetja trjáplöntur. Yrkja – sjóður æskunnar til ræktunar landsins er sjóður sem úthlutar trjáplöntum til grunnskólabarna. „Markmið sjóðsins er að kosta trjáplöntun íslenskra skólabarna á grunnskólastigi á ári hverju.“ Verkefninu er á þennan hátt ætlað að kynna mikilvægi skógræktar og ræktunar almennt fyrir unga fólkinu í landinu …
Morgunverður í Auðarskóla
Tvær tegundir af súrmjólk, fimm tegundir af morgunkorni, rúsínur og fjórar tegundir af ávöxtum/grænmeti.
Stóra upplestrarkeppnin
Stóra upplestrarkeppnin í Auðarskóla fór fram í gær. Það voru nemendur í 7. bekk skólans sem kepptu í tveimur umferðum. Sigurvegarar voru þau Erna Hjaltadóttir og Ólafur B. Indriðason og verða þau keppendur skólans í Stóru upplestrarkeppni samstarfsskólanna á Vesturlandi. Varamaður þeirra verður Sigrún Ó. Jóhannesdóttir. Myndin er af sigurvegurum þremur og formanni dómnefndar; Önnu Eiríksdóttur.