Auðarskóli á Fésbók

admin Fréttir

Í ágúst var tekin sú ákvörðun í skólanum að prufa að nota Fésbók  meira til að veita fréttum úr skólastarfinu.   Farin var sú leið að stofna lokaða fésbókarhópa þar sem aðeins væru foreldrar, starfsmenn og eftir atvikum nemendur. 
Efsta stig og leikskólinn riðu á vaðið og byrjuðu að prufa sig áfram.  Nú hafa mið- og yngsta stig bæst við.   Þátttaka foreldra í verkefninu er góð
Að nota samskiptamiðil til að miðla upplýsingum, myndum og myndbandsupptökum býður upp á mikla möguleika á samskiptum milli heimilis og skóla.
Reglur fyrir lokaða fésbókarhópa í Auðarskóla

  • Á Fésbók er aðeins miðlað jákvæðum fréttum og almennum upplýsingum af skólastarfinu.
  •  Lokuðum hópi tilheyra foreldrar/ forráðamenn, starfsmenn og nemendur þegar á unglingastig er komið.
  • Fósturforeldrar geta tengst hópi hafi foreldrar með forræði eða barnaverndaryfirvöld samþykkt það.
  • Allir meðlimir mega setja inn myndir og fréttir af skólastarfinu. Nemendur þurfa leyfi kennara til að setja efni inn á síðuna í kennslustundum.
  • Myndum og öðru efni af síðunni má ekki dreifa.
  • Sýna þarf tillitssemi við fréttaflutning og vanda myndefni.
  • Umsjónarmenn síðunnar munu fylgjast með og grípa inn í ef reglur eru brotnar. Geta t.d. útilokað einstaklinga frá hópnum til lengri eða skemmri tíma.