Samningur um SKÓLAÞJÓNUSTU

Auðarskóli Fréttir

Samningur hefur verið gerður við Ásgarð skólaráðgjöf um sérfræðiþjónustu við skólann. Á vef Dalabyggðar þann 25. júlí sl. birtist eftirfarandi frétt: Í reglugerð nr. 444/2019 um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum kemur m.a. fram að: „Sveitarfélög skulu tryggja að viðeigandi skólaþjónusta sé veitt í leik- og grunnskólum, ákveða fyrirkomulag hennar og stuðla að því að …

Sumarfrí leikskólans-Opnar 9. ágúst

Auðarskóli Fréttir

Leikskólinn fór í sumarfrí þann 1. júlí sl. Hann opnar aftur miðvikudaginn 9. ágúst kl. 7.45. Þriðjudagurinn 8. ágúst er skipulagsdagur  starfsmanna.  

Gleðilegt sumar

Auðarskóli Fréttir

Starfsfólk Auðarskóla óskar nemendum, foreldrum/forráðamönnum og íbúum Dalabyggðar GLEÐILEGS SUMARS og þakkar fyrir veturinn!

Nemendafélag Auðarskóla fær gjöf

Auðarskóli Fréttir

Þann 11. apríl var undirritaður samningur milli bænda í Miðskógi og Reykjagarðs hf. um uppbyggingu kjúklingahúsa og eldis að Miðskógi í Dalabyggð. Færði Reykjagarður hf.  nemendafélagi Auðarskóla styrk upp á 100.000 kr. sem nýta á í ferðasjóð nemenda. Fulltrúar nemendafélagsins, Jasmín, Kristín, Baldur og Benóní fóru í Árblik ásamt kennara og tóku á móti gjöfinni. Með á myndinni er Guðmundur …

Smiðjuhelgi 14.-15.apríl 2023

Auðarskóli Fréttir

Seinni SMIÐJUHELGI fyrir nemendur elsta stigs verður á Varmlandi  föstudaginn 14. apríl til laugardagsins 15. apríl. Brottför úr Auðarskóla kl. 13 og komið heim á laugardegi um kl. 15.

Á skíðum skemmti ég mér trarallalla!

Auðarskóli Fréttir

Í vikunni fara allir nemendur Auðarskóla á skíði. Nemendur á mið- og elsta stigi fara á skíðasvæði Tindastóls og dvelja þar hvort stig fyrir sig í tvo daga og njóta útiveru og æfa sig á skíðum og snjóbrettum. Miðstig dvelur fyrir norðan mánu- og þriðjudaginn 20.-21. mars og elsta stigið miðviku- og fimmtudaginn 22.-23.mars. Nemendur á yngsta stigi fara á …