Farsældarsáttmálinn undirritaður í Auðarskóla

Auðarskóli Fréttir

Miðvikudaginn 18. október var haldinn fundur um Samvinnu barnanna vegna fyrir foreldra í sveitarfélaginu.

Skiptir samvinna foreldra máli fyrir farsæld barna? Hvað get ég lagt af mörkum til að auka vellíðan barna í mínu nærsamfélagi?

Góð mæting var á fundinn og fór fram gróskumikil vinna og umræður um málefni barna. Öll sem mættu var skipt uppí hópa og löguðu fram nokkur gildi sem hverjum hóp fannst að mesta áherslan ætti að vera á. Þau gildi voru síðan lögð til grundvallar farsældarsáttmála Dalabyggðar.

Farsældarsáttmálinn er verkfæri sem gerir foreldrum og öðrum sem koma að degi barnsins kleift að ræða sín á milli og setja niður ákveðin viðmið eða gildi sem þeim finnast mikilvæg til þess að styðja við þroska og farsæld allra barna í nærsamfélaginu.

 

Hér eru þau gildi sem hópurinn var sammála um að skipta miklu mái í farsæld barna og ungmenna

 

“ Gagnkvæm virðing og stuðla að trausti milli allra. Að börn og ungmenni hafi sjálfstæða rödd og að borin sé virðing fyrir skoðunum þeirra“

„Samstilltar reglur þar sem sett eru heilbrigð mörk sem hæfa aldri og þroska barnanna og förum eftir lögbundnum reglum, t.d. útivistartíma, skjánotkun og aldurstakmörk“

“ Efla Samveru foreldra og barna og verum til staðar“

„Geðheilbrigði og líðan barna sé í fyrirrúmi t.d. með því að efla félags- og tilfinningalæsi“

„Fullorðnir eru fyrirmyndir þegar kemur að samskiptum og skjánotkun“

„Góð og gagnkvæm samskipti milli heimilis og skóla“

„Finna lausnir á málefnalegan hátt án ásakana í samskiptum“

„Tryggjum nægan svefn barna svo þau geti tekist á við daginn sem kemur á morgun“

„Allir velkomnir, inngilding og fræðsla í foreldrasamfélagi leiðir af sér inngildingu hjá börnum og ungmennum“

 

Hér má lesa frekar um farsældarsáttmálann: https://www.heimiliogskoli.is/farsaeldarsattmalinn

Hér má sjá glærur frá fundinum: Vinnustofa Dalabyggð 18 okt.

Farsældarsáttmálinn er hluti af stærra verkefni sem gengur undir nafninu Endurreisn foreldrastarfs í þágu farsældar barna. Heimili og skóli skrifaði undir viðamikinn samning við Mennta- og barnamálaráðuneytið í upphafi árs 2023 um verkefnið sem miðar að því að efla foreldrastarf, virkja og valdefla foreldra og styðja við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr.86/2021.

Sáttmálinn var síðan hengdur upp í stjórnsýsluhúsinu og efra holi skólans.

 

Eflum og endurvekjum foreldrastarf í Dalabyggð- Saman getum við meira !

 

Hvetjum ykkur til að fylgjast með heimili og skóli inná samfélagsmiðlum https://www.facebook.com/heimiliogskoli

Áhugasöm geta einnig bætt sér í hópinn: Áhugafólk um foreldrastarf í skólum | Facebook.