Af leikskólamálum

admin Fréttir

Inntaka 12 mánaða barna á leikskólann hófst í byrjun október og hefur gengið vel.  Framkvæmdir á leikskólalóðinni vegna þessa eru komnar á góðan rekspöl en þeim er ekki lokið.  Þá eru ýmsar breytingar á skipulagi innra starfsins að taka á sig mynd í kjölfar þessara breytinga.  Búðast má við að það taki leikskólann nokkra mánuði í viðbót að aðlaga starfsemi sína að fullu að þessum breyttu aðstæðum.

Nokkrar mannabreytingar eru fyrirhugaðar um áramótin í leikskólanum og þörf á nýjum starfsmönnum. Nú er í gangi auglýsingarferli þar sem auglýst er eftir leikskólakennurum til starfa.  Ef ekki fæst starfsfólk með tilskilin réttindi kemur til greina að ráða ófaglært fólk sem áhuga hefur á því að vinna með börnum.  Þeir sem hefðu áhuga á slíkri vinnu mega gjarnan koma þeim upplýsingum til Eyjólfs skólastjóra á netfangið eyjolfur@audarskoli.is .